Goðasteinn - 01.09.1997, Page 151
Goðasteinn 1997
Helgi Þorláksson sagnfræðingur:
Byggð við Heklu
Fyrir norðan Keldur og Árbæ á
Rangárvöllum er alblásið land sem var
áður hulið skógi, megi marka örnefni.
Svæðið hefur verið nefnt Eystri-Krókur
og við getum nefnt það Tröllaskógar-
svæði. (Sjá kort).
Á Tröllaskógarsvæð-
inu á að hafa numið land,
samkvæmt Landnámu,
Kolur Óttarsson og reist
býli í Sandgili. Landið
þar sem síðar risu Keldur
og Reyðarvatn var líka í
landnámi hans, að sögn
sömu heimildar. Höf-
undur Njálu segir okkur
frá Agli Kolssyni í Sand-
gili og bróður hans,
Önundi í Tröllaskógi, svo
og sonum Egils og frændum þeirra
undir Þríhyrningi.
Núna er Tröllaskógarsvæði allt bert
og blásið, eyðimörk ein, en nokkrir
höfundar hafa lýst því hvernig þar
muni hafa verið umhorfs á fyrri öldum.
Um svæðið hafa ritað m.a. Brynjúlfur
Jónsson frá Minna-Núpi, Helga
Skúladóttir frá Keldum og Vigfús Guð-
mundsson frá Engey, sem sleit barns-
skónum á Keldum.
Öll sjá þau svæðið nokkuð í hill-
ingum; Brynjúlfur frá Minna-Núpi
telur að allt hafi verið grasi og skógi
vaxið á kirkjustaðnum Tröllaskógi og
fagurt um að litast.1 Helga telur að
sennilega hafi verið stórbýli í Trölla-
skógi og vísar því til stuðnings í
bæjarheitið Litli-Skógur en sá var
nokkru sunnar. Hún skrifar: „Skóg-
urinn hefur sennilega ver-
ið stórvaxnari en annars
staðar ,..“.2 Enginn hefur
þó ritað eins rækilega um
blóma byggðar á svæðinu
og Vigfús frá Engey;
hann skrifar að heitið
Tröllaskógur sýni að
þarna hljóti að hafa verið
meiri skógur til húsa og
beitar og skjóls og eldi-
viðar en annars staðar og
það hafi dregið landnema
á svæðið, enda hafi Kolur landnáms-
maður í Sandgili fremur viljað vera hér
en á Keldum eða Reyðarvatni, þrátt
fyrir ætlaðan vatnsskort. Segir hann að
á svæðinu hafi verið a.m.k. sjö bæir.3
Hann telur víst að í Sandgili hafi verið
stórbú, enda fann hann þar langa og
mjóa rúst, 16-17 x 3 m, og telur hafa
verið nautafjós þar sem geldneyti hafi
verið á heygjöf á básum; engar fann
hann þó beislur í þessu mjóa húsi.
Hann vitnar til Njálu um það að fjöl-
menni mikið hafi verið í Sandgili og
því stórbú. Þá þykir honum sýnt að
-149-