Goðasteinn - 01.09.1997, Page 157
Goðasteinn 1997
ingarnar frá [1332] væru yngri en hinar
frá [1367], hvað sem ártölum líður,
þeim mætti þess vegna snúa alveg
við.15
Hin Skarðskirkjan, kirkjan í Skarði
á Landi, átti líka hálft heimaland en var
miklu efnaðri, átti t.d. 13 kýr árið
[1332] og 16 kýr árið [1397] sem
bendir til að land hennar hafi borið
meira. Auk þess átti hún 120 ær og þar
skyldu vera tveir prestar og djákni.
Svonefnd porsío hennar eða tekjur voru
96 álnir árlega um 1385 og 108 álnir
1397 en árleg porsíó í Skarðinu eystra
var einungis 20 álnir um 1385, ríflega
fimmfalt minni. Hér munar afar miklu
á öllum efnahag og porsíó Eystra-
Skarðs bendir til að sóknin hafi verið
lítil.
Meðal ástæðna þess að ég ber sam-
an Skarðskirkjur er sú að menn hafa
viljað gera sem mest úr Skarðinu eystra
í samanburði við hitt. Þegar segir að
goðorðsmaðurinn Páll Jónsson frá
Odda hafi búið í Skarði áður en hann
varð Skálholtsbiskup, setja sumir mætir
menn hann niður í Eystra-Skarði, yfir-
leitt án hiks.16 Þó kemur skýrt fram að
hann hélt áfram búrekstri í Skarði eftir
að hann var orðinn biskup um 1195,
hafði þá konu sína fyrir búi í Skarði á
sama tíma og bjuggu bræður tveir í
Eystra-Skarði sem hétu Hallur og
Eyjólfur óði.17 Þetta merkir að bú Páls
hefur verið í Ytra-Skarði. Eins kemur
skýrt fram að Loftur sonur Páls var í
Ytra-Skarði að föður sínum látnum.18
Á 12. öld gengu sagnir um tvo
krossa sem Hjalti Skeggjason á að hafa
tekið með sér út kristnitökuárið. I
Olafs sögu Tryggvasonar hinni mestu
segir að annar krossinn merki hæð
Olafs, hinn hæð Hjalta og séu báðir í
Skarðinu ytra. Það ruglar hins vegar að
Kristnisaga segir að krossarnir séu í
Skarðinu eystra. Fræðimenn vilja yfir-
leitt endilega hafa krossana í Skarðinu
eystra.19 Þó kemur ekkert fram í elsta
máldaganum frá 1209 um það að kirkj-
an í Skarðinu eystra eigi neina krossa
sem er undarlegt, hafi þeir verið svona
merkir. Kirkjan í Skarði á Landi átti
hins vegar þrjá krossa samkvæmt elsta
máldaga sínum. Sjálfur hef ég fært rök
fyrir því, óháð krossunum, að Hjalti
muni hafa átt heima í Skarðinu ytra á
Landi og er þá vart um að villast að
krossarnir frægu munu hafa verið þar.20
Mönnum finnst kannski snautlegt að
ég skuli svipta kirkjuna í Eystra-Skarði
hinum frægu krossum, sérstaklega þar
sem Sigurður Þórarinsson skrifaði hug-
ljúfan texta um það að krossarnir muni
hafa talist veita staðnum vernd fyrir
Heklugosum.21 En mönnum er kannski
nokkur huggun í því að vita að framlög
frá Skarði til kirkjunnar á Breiða-
bólsstað í Fljótshlíð taka nokkrum
breytingum á 14. öld og benda til
mikillar Maríudýrkunar í Skarði sem
mun hafa verið ætlað að veita verndar-
kraft. Frá ýmsum bæjum í Rangárþingi
skyldi greiða gjöld til kirknanna í Odda
og á Breiðabólsstað, t.d. frá Skarði tvo
geldinga og osthleif í Odda og einn
gelding og osthleif í Odda frá Tjalda-
-155-