Goðasteinn - 01.09.1997, Page 160
Goðasteinn 1997
tveir, Skarð og Tjaldastaðir. Ummerkj-
um gossins, einkum breytingum lands,
er lýst rækilega í annálnum. í Gott-
skálksannál er rétt aðeins drepið á
gosið og segir þar í handritinu sem lagt
er til grundvallar útgáfu að tekið hafi af
þrjá bæi í gosinu 1389-90 en annað
handrit nefnir fjóra og er hvort tveggja
ritað með rómverskum tölustöfum.
Efni annálsins um þetta er talið sótt í
samtímaheimild en varðveitt handrit
annálsins eru frá 16. og 17. öld.31 Töl-
urnar í Gottskálksannál kunna að vera
brenglaðar, enda koma þær ekki heim
við vitnisburð Flateyjarannáls; en þær
gefa þó nokkurt tilefni til að svipast um
eftir einum eða tveimur eyddum bæjum
til viðbótar við Skarð og Tjaldastaði.
Sigurður Þórarinsson telur hugsanlegt
að Kanastaðir hafi eyðst og heldur því
opnu að einhver einn bær enn hafi lfka
eyðst; Vigfús Guðmundsson nefnir
Ketilsstaði en þeir ættu reyndar að hafa
farið undir hraunið sem rann árið 1300,
eftir því sem Sigurður Þórarinsson
hermir.32 Allir þessir bæir eru nefndir í
Undirvísun 1711 um eydda bæi á
Skarðssvæðinu, auk Kastalabrekku
sem menn telja að Hekla hafi eytt.
A 19. öld og fram á þessa gætti til-
hneigingar til að gera sem mest úr eyð-
ingu byggðar á Skarðssvæðinu. í lýs-
ingu Keldnaprests frá 1818 er Dag-
verðarnes orðið kirkjustaður með sókn-
arkirkju, eftir því sem helst verður
séð.33 Brynjúlfur frá Minna-Núpi
nefnir líka Stóra-Skóg og Litla-Skóg,
horfna bæi fyrir ofan Selsund sem ekki
eru nefndir fyrr, svo að ég viti.34 Vig-
fús Guðmundsson tók þessi ætluðu býli
upp í eyðibýlatal sitt ásamt öllum hin-
um.35
Arni Hjartarson telur sennilegt að
Skógsbæirnir séu lesnir út úr örnefnum
á þessum slóðum og verður að taka
undir það.36 Hætt er við að sama skýr-
ing geti átt við fleiri bæi sem eiga að
hafa verið á Skarðssvæðinu, Ketils-
staði, Kastalabrekku og Kanastaði.
Ketilsstaðir eiga að hafa verið þar sem
nefnist Ketilsstaðavik við Suðurhraun,
milli Kots og Selsunds. Annað örnefni
þarna er Ketilsstaðanef. í jarðabók
Arna og Páls segir að þar sjáist girðing
nokkur en Valgeir Sigurðsson telur að
það sem lítur út fyrir að vera garðbrot
þarna sé e.t.v. náttúrusmíð.37 Kastala-
brekka nefnist um 1/2 km norðvestur
frá Koti; þar sáust grasi vaxnar rústir
samkvæmt jarðabók Arna og Páls. Vig-
fús Guðmundsson segir þarna vera
rústabungu eina, án þess húsaskil verði
greind, og virðist hafa verið kot eitt eða
smábýli. Ekki finnst honum sennilegt
að þarna hafi verið búið samtímis og í
Koti vegna lítils túns og útengjaleysis
og veltir vöngum yfir algjörum vatns-
skorti. Hann gælir við þá hugmynd að
stærra býli með sama nafni hafi farið
undir hraun.38 Heitið Kanastaðir lifir í
örnefnunum Kanastaðatorfa, Kana-
staðanef og Kanastaðalækur við Norð-
urhraun milli Selsunds og Haukadals.
Einnig eru til Kanastaðabotnar. Menn
hafa ekki fundið nein ummerki um bæ
sem kynni að hafa haft þetta nafn á
þessum slóðum og ímynda sér að hann
hafi farið undir hraun.
-158-