Goðasteinn - 01.09.1997, Page 166
Goðasteinn 1997
Guðrún Sverrisdóttir jarðfræðingur:
Náttúruvernd á Heklusvæðinu
Náttúruvernd er eitt af nýyrðum ald-
arinnar. Því er ekki nema von að vefjist
fyrir okkur að skilgreina hugtakið. Ég
ætla hér að notast við þá merkingu að
með náttúruvernd viljum við vernda
náttúruna fyrir manninum og fyrir
manninn. Þetta snýst allt
um þessa afbrigðilegu
dýrategund, manninn.
Fram til tíma okkar kyn-
slóðar hefur lífsbaráttan
stefnt að því að vernda
okkur fyrir náttúrunni, en
nú hefur þetta snúist við.
Við höfum nefnilega náð
undirtökunum um hríð.
Eldfjöll munu þó alltaf
sanna okkur það að við
höfum aldrei endanlegan
sigur í glímunni við náttúruöflin, og að
jafntefli er þar bestu úrslitin.
Hvers vegna tel ég nú tímabært að
vernda Heklu, eldfjallið sem hefur
ógnað okkur um aldir, fyrir veldi
tæknigetu okkar? Hekla er án efa einn
merkasti sögustaður á íslandi. Hún er í
senn höfundur og aðalpersóna sögu
sem hófst löngu áður en við byggðum
þetta land, og er enn verið að skrifa.
Við erum rétt að byrja að lesa og túlka
handrit þessarar sögu. Þau handrit sem
rituð voru á skinn fyrir þúsund árum,
og eru mörg hver afrek mannsandans,
geymum við sem helga dóma bak við
gler. Þegar við lesum þau hvarflar ekki
að okkur að strika yfir orð sem okkur
þykir betur mega fara, eða bæta inn því
sem okkur finnst vanta í frásögnina.
Við umgöngumst sögurnar okkar af
virðingu, hvort sem við
álítum að þær segi frá
sönnum atburðum eða séu
heillandi skáldskaparlist.
Það er samskonar virðing
sem ég tel að við verðum
að sýna þeirri sönnu sögu
sem við lesum úr
öskulögum og hraun-
breiðum sem Hekla hefur
ritað annál sinn með. Þess
vegna verðum við að láta
okkur þennan stað ein-
hverju varða, og hjálpast að við að
vernda hann gegn ofnýtingu hvers-
konar. Við viljum ekki láta krota í bók-
ina okkar eða rífa úr henni blöðin.
A síðasta ári sendi hópur manna
Náttúruverndarráði áskorun um að
vinna að friðlýsingu Heklu og um-
hverfis hennar. Þetta var fólk með ólík
tengsl við svæðið; eigendur eða ábú-
endur jarða við Heklurætur, vísinda-
menn sem hafa unnið að rannsóknum á
Heklu, og ef til vill einhverjir sem eru
bara náttúrubörn. Náttúruverndarráð er
að vinna að málinu að því ég best veit,
-164-