Goðasteinn - 01.09.1997, Page 167
Goðasteinn 1997
en slíkt tekur langan tíma því sátt þarf
að vera um friðlýsingu hjá öllum sem
málið varðar. Friðlýsing er nefnilega
ekki, eins og sumir virðast halda,
tilskipun um að svæðið verði sett í sótt-
kví ellegar fangelsi. Friðlýsing felur
ekki í sér bann við eðlilegri umgengni
eða nýtingu. Hún er miklu fremur
samningur sem við gerum við okkur
sjálf. Samningur um að við höfum ekki
leyfi til að spilla ásýnd landsins, hvorki
af vangá né yfirlögðu ráði. Hér á eftir
mun ég leiða rök að því hvers vegna ég
tel þörf á friðlýsingu, og sýna fram á að
við getum verið sammála um fram-
kvæmd hennar.
Vísindaleg rök fyrir vernd hrauna
og öskulaga frá Heklu eru sterk. Eld-
fjöll eru mörg í heiminum eigi ómerk-
ari en Hekla. Mörg þeirra eru vel rann-
sökuð, gossaga þeirra, gerð gosefna og
hegðunarmynstur nokkuð kunn. Fá eld-
fjöll í heiminum geta þó sýnt vísinda-
mönnum jafnt og náttúruskoðurum
sögu sína óspjallaða eins og Hekla.
Víða í öðrum löndum hylur gróður ný-
runnin hraun á skömmum tíma svo
kortlagning þeirra er torveld. Eða þá að
byggt er á hraununum jafnóðum og þau
kólna, og gosefni notuð til vegagerðar
og annars iðnaðar. Sem betur fer er
loftslag hér slíkt að gróður mun seint
fela brúnir Hekluhrauna. A friðlýstu
landi er námuvinnsla og allar fram-
kvæmdir háðar því að þær spilli ekki
svip landsins. En hvenær verðum við
sammála um hvað spillir svip landsins?
Það er ekki svo erfitt sem kann að
virðast. Skal ég nú nefna nokkur dæmi
og beiti nú fagurfræðilegum rökum.
Eru ekki allir sammála því að vegir
sem lagðir eru meðfram hraunbrúnum
og fylgja landslaginu séu vinsamlegri
umhverfinu en þeir sem eru ruddir í
beinni línu þvert yfir mosavaxin hraun?
Menn geta séð samanburðinn í hlíðum
Heklu að austan.
Er nokkur hér sem finnst óþarfar
girðingar til prýði? Einkum ef þeim er
rudd braut yfir kjarri vaxið hraun í
þráðbeinni línu, og gróðurtorfum nær-
liggjandi fjallshlíða misþyrmt í leiðinni
með hjólförum. Dæmi um þetta geta
menn séð við suðurenda Selsundsfjalls.
Er einhver hér sem hefur ekki tekið
eftir þeim mun sem er á umgengni við
Hekluvikurnámurnar sunnan Þjórsár og
norðan? Það skiptir máli hvort hægt er
að ganga frá fullnýttum námum í sátt
við landslagið eða þær blasa við eins
og sár um langa hríð. Höfum líka í
huga að sum sár er ekki hægt að græða.
Það er mikill misskilningur að frið-
lýsing lands og nýting fari ekki saman.
Friðlýsing á einungis að vera stjórntæki
til skynsamlegrar nýtingar, og hún er
raunar bæði ástæðulaus og óþörf ef
nýting er ekki til staðar. Sagnirnar að
nýta og njóta eru náskyldar og það er
gott að rifja sem oftast upp í umgengni
okkar við landið. Þær ættu raunar að
hafa nákvæmlega sömu merkingu í
hugum náttúruverndarmanna. Þetta eru
falleg orð, en í tengslum við þau er oft
notað orð sem ekki hljómar eins fallega
í íslenskri tungu, en allir skilja. Það er
orðið hagsmunaaðilar. Þó ætla ég að
nota það hér á eftir.
-165