Goðasteinn - 01.09.1997, Page 172
Goðasteinn 1997
Þorkell Jóhannesson prófessor:
FORNAR FRÆGÐARREIÐIR
Ferðir Flosa á Þríhy rning shál sa
og í fjallið Þríhyrning eftir Njálsbrennu
AÐFARARORÐ
Sumarið 1987 byggðum við hjónin
sumarbústað þar, sem heitir í Litla-
Odda í Gaddstaðalandi í
Rangárvallahreppi.
Landið kringum sumar-
bústaðinn er svo rúmt að
hafa má þar allnokkra
hesta sumarlangt, og þar
er kjörið land til útreiða.
Fögur fjallasýn getur
verið frá bústaðnum með
ægimikinn Eyjafjalla-
jökul í austri og skaut-
mikla Heklu í norðri. I
miðjum fjallahringnum
eða svo er þó mun lægra fjall, sem með
turnum sínum eða hornum vekur engu
síður athygli en risarnir til austurs og
norðurs. Hér er átt við fjallið Þríhyrn-
ing, sem sögufrægt er úr Njálu og
Helga Skúladóttir(l) kallar „óvenju
fagurt fjall, einkum þeim megin, er veit
að Rangárvöllum“ (og þá ekki síst frá
Keldum, fæðingarstað Helgu).
Óvíða er reiðfæri betra hér á landi
en á Rangárvöllum, í Hvolhreppi, eða
þaðan austur til Landeyja eða upp til
Fljótshlíðar. Við reiðferðir um þessi
lönd undanfarin sumur var óhjákvæmi-
legt annað en riðið væri í slóðir þeirra
Gunnars og Njáls og sona hans eða
Flosa eða annarra sögu-
persóna í Njálu. Af öllum
þeim mörgu ferðum, sem
lýst er í Njálu, hefur mér,
eins og svo mörgum öðr-
um, orðið einna hugstæð-
astar ferðir Flosa á Þrí-
hyrningshálsa og í fjallið
Þríhyrning frá Njáls-
brennu árið 1011. Vaknaði
þá sú spurning, hvort í
Njálu væri í raun verið að
lýsa sannri atburðarás um
ferðir manna um héruð sögunnar, líkt
og Oddgeir Guðjónsson(2) frá Tungu
hefur haldið fram, eða hvort allt væri á
svið sett og skáldað?
Til þess að reyna að svara þessari
spurningu fór ég ríðandi kringum Þrí-
hyrning (frá Lambalæk 1992), í fjallið
Þríhyrning (1993) og um Þríhyrnings-
hálsa (1995; í bæði skiptin frá Teigi)
svo og hef ég borið langreið Flosa aust-
an frá Svínafelli (sem ég hef að miklu
-170-