Goðasteinn - 01.09.1997, Qupperneq 178
Goðasteinn 1997
mín 11833-1919] var nær þrítugu,
þegar sr. Páll lézt og ég nær tvítugu,
þegar hún dó. Var þessi Bakkaferð
mjög rómuð og einsdæmi, að amma
taldi, og mun þetta met ekki verða
slegið héðan af.“ - Þórarinn er hér með
öðrum orðum að segja, að amma hans,
sem var á dögum 28 síðustu æviár sr.
Páls og því haft af honum kynni, hafi
sagt sér þetta ungum (Þórarinn var 19
ára, þegar amma hans dó).
Hesturinn, sem sr. Páll reið var
bleikur og af þekktu bleiku hestakyni,
sem var í eigu Jóns Magnússonar
(1758-1840) á Kirkjubæjarklaustri, en
hann var faðir Guðríðar, seinni konu sr.
Páls. Var folinn í fyrstu í eigu Guðríðar
eða Jóns, föður hennar. Um ferð sína
orti prófastur:
Af Eyrcirbakka utan stanz
- æði töfmeð stuttri -
frcí miðaftni til miðaftans
mig í lilaðið flutti.(7)
Séra Páll giftist seinni konu sinni
1844 (47 ára gamall) og hafði þá 10
árum áður orðið fyrir alvarlegu fótbroti
á vinstra fæti þannig, að fóturinn nýttist
honum lítt eða illa. Vegna þessa þótti
það því sæta furðu, „hve hetjulega
hann þoldi ferðalög, gangvist og aðra
áreynslu“(8).
Eins og efni þessarar frásagnar ber
með sér, er líklegt, að sr. Páll hafi farið
Bakkaferðina frægu vel eftir fertugt og
þá kominn með bæklaðan fót. Mér
hefur þó ekki tekist að ársetja þessa
eftirminnilegu reiðferð nánar.
Engar heimildir eru um það, hverja
leið sr. Páll fór. I mynd 2 er leiðin sýnd
nokkuð eins beint og auðið er. Telja má
líklegt, að hann hafi farið yfir Þjórsá á
ferju (hesturinn látinn synda) hjá Sand-
hólum og komist þvert yfir Holtin (enn
verið nægjanlega þurrt þar) og á vaði
eða ferju yfir Ytri-Rangá og að Odda.
Þaðan er leiðin teiknuð að mestu
nálægt hringveginum allar götur austur
í Álftaver. Þar er Ieiðin lögð yfir
Kúðafljót nærri Melhól og svo austur
um Meðalland, upp Landbrot og heim í
Hörgsdal. Þannig lögð verður leiðin,
sem sr. Páll fór, um það bil 220 km.
Ef gert er ráð fyrir, að prestur hafi
þurft að stansa sem aðrir menn og hvíla
hestinn eitthvað (jafnvel þótt stansað
hafi verið ærið stutt, sbr. vísuna), getur
hann tæpast hafa verið á reið meira en
21-22 klst. Ferðahraði sr. Páls hefur því
verið fullir 10 km á klst. Vegalengdin,
sem sr. Páll reið, var þannig heldur
lengri en vegalengd sú, sem þeir Flosi
riðu, en ferðahraðinn var sem sagt
umtalsvert meiri. Engar heimildir eru
hins vegar um, að sr. Páll hafi gert
framhald á reiðinni líkt og Flosi og
menn hans gerðu.
b) Reið Gísla Gamalíelssonar á
Hæli.
I ritröðinni Árnesingur, rit III, víkur
Hjalti Gestsson, ráðunautur frá Hæli í
Gnúpverjahreppi, að Gísla Gamalíels-
syni á Hæli, forföður sínum. Gísli var
fæddur 1768 og hóf búskap á jörðinni
skömmu eftir aldamótin 1800. Hann
hafði áður búið í Hlíðargerði, milli
-176-