Goðasteinn - 01.09.1997, Page 180
Goðasteinn 1997
lýsir þessari ferð nánar og er það, sem
um hana segir hér á eftir, frá honum
komið(lO)*.
Arið 1815 var Gísli að reka lömb til
fjalls um fráfærurnar. Hann var staddur
í Hallslaut í Þjórsárdal (ekki langt frá
Hjálp), þegar honum berast fregnir af
því, að ábúendaskipti séu að verða í
Hlíðargerði og Guðmundur í Hlíð sé
riðinn suður á Álftanes til þess að ná
undir sig jörðinni. Þegar Gísli fréttir
þetta, var um sólarupprás. Hann brá
skjótt við og hélt heim að Hæli. Þar
tygjar hann sig sem skjótast (hann
hefur átt jarðarverðið tiltækt!) og held-
ur rakleitt suður á Álftanes á fjallhesti
sínum. Þangað er hann kominn um sól- i
setur (eða kvöldmjaltir) þann sama dag
og hann hélt af stað úr Hallslaut. Hann
taldi Isleifi út peninga fyrir jörðinni hið
sama kvöld, því að strax gekk saman
með þeim. Síðan segir svo: „Gísli reið
heim til sín daginn eftir, einhesta báðar
leiðir.“
Ætla má, að Gísli hafi verið 16-18
klst. frá Hallslaut suður á Álftanes með
viðkomu á Hæli og þar af ca. 15 klst. á
hestbaki. Vegalengdin frá Hallslaut og
til Reykjavíkur eftir vegi nú gæti verið
nálægt 117 km að mati vegaeftirlits
Vegagerðar ríkisins. Hins vegar er afar
erfitt að ætla hve langa leið Gísli hafi í
raun farið (og þá einkum vestan
Hellisheiðar þar, sem hann kann að
hafa stytt sér verulega leið rniðað við
alfaraleið í dag), en hún hefur í heild
trauðla verið styttri. Næsta dag eru
bæði klárinn og Gísli svo spánýir, að
þeir fara sömu leið heim aftur. Er að
furða, þótt Eiríkur segi, að þeir Hæls-
bræður, Gísli og Gestur, væru: „taldir
góðir hestamenn og áhugasamir um
gott uppeldi hesta og notkun gæðinga
sinna“?
Gísli á Hæli reið ekki eins langt í
fyrstu rennu og sr. Páll og ferðahraði
hans (ca. 8 km/klst.) var heldur ekki
eins mikill. Ef framhald reiðarinnar er
hins vegar haft í huga, er vafasamt,
hvort reiðafrek Gísla er nokkru minna
en sr. Páls. Að minnsta kosti er ljóst, að
þeir Gfsli og sr. Páll voru engu minni
reiðmenn en Flosi og félagar hans. Það
er þess vegna í því ljósi enginn ólík-
indablær á ferð Flosa og manna hans á
Þríhyrningshálsa eins og henni er lýst í
Njálssögu.
Taka má saman í töflu (Töflu 1)
helstu atriði úr reiðferðum Flosa á
Svínafelli, sr. Páls í Hörgsdal og Gísla
á Hæli.
* Ég á kollegum mínum, dr. Guðmundi Þorgeirssyni ogföður hans, Þorgeiri Gestssynifrá
Hœli, að þakka aðfá að kynna mér óbirt skrifEiríks Einarssonar, alþingismanns.
-178-