Goðasteinn - 01.09.1997, Page 181
Goðasteinn 1997
Tafla 1. Yfirlit yfír reiðferðir Flosa og félaga, sr. Páls og Gísla á Hæli.
Ferðamenn og ártal Hvert riðið Hve langt (km) Hve lengi (klst.)x) Ferðahraði (km/klst) Fjöldi hesta Annað
Flosi og félagar 1011 Svfnafell - Þríhyrn- ingshálsar ca. 205 ca. 30 ca. 7 tví- hesta reið haldið áfram eftir stutta hvíld
sr. Páll 1840- 1850? Eyrarbakki - Hörgsdalur ca. 220 ca. 21-22 ca. 10-11 ein- hesta ekki riðið lengra xx)
Gísli á Hæli 1815 Hallslaut - Hæll - Álftanes ca. 120 ca. 15 ca. 8 ein- hesta farið aftur að Hæli næsta dag
x) Átt við tíma á hestbaki
xx) Engar upplýsingar um annað.
FERÐ FLOSA í FJALLIÐ
ÞRÍHYRNING EFTIR
NJÁLSBRENNU
Daginn eftir Njálsbrennu (væntan-
lega þriðjudaginn 21. ágúst 1011)
stefndi Flosi liði sínu upp til Rangár
(Eystri-Rangár) eftir því, er segir í 130.
kafla Njálssögu. Upp með Rangá (el' til
vill neðst í Krappanum við Tungufoss)
skiptist Flosi á spjóti yfir ána við
Ingjald á Keldum, sem hafði rofið á
þeim eiða og frægt er. Ingjaldur hlaut
sár af spjóti Flosa, en felldi bróðurson
hans með spjótinu á móti. Er að sjá
sem víg þetta fengi á Flosa og honum
þætti það boða illt. Gerir hann þá það
ráð fyrir þeim félögum að ríða á Þrí-
hyrningshálsa til þess að sjá þaðan
eftirreiðina um héraðið. Það stendur
svo næstum milli línanna, að hann vilji,
að eftirreiðarmenn sjái þá þarna á háls-
unum og dragi af því þá einföldu álykt-
un, að þeir séu á austurreið heim á leið.
Nú hefur Flosi uppi það gamla bragð
að láta fara langt yfir skammt. Bragðið
(„trikkið“ á nútímamáli!) fólst í því að
ríða í Þríhyrning og felast þar, meðan
eftirreiðarmenn geysast lengra austur
og norður og 130. kafli endar svo: „En
nú mun ek gera ráð fyrir oss, at vér
ríðim upp í ijallit Þríhyrning ok bíðim
þar til þess, er in þriðja sól er af himni.
Þeir gera nú svá.“ - í 131. kafla er því
svo lýst, að Flosi og menn hans (að
Sigfússonum meðtöldum) riðu síðar frá
Þríhyrningi, norðan við jökul (Eyja-
fjallajökul) og austur til Svínafells.
í einu af handritum Njálssögu er
nefndur dalur, sem síðar hefur verið
kallaður Flosadalur (neðanmálsgrein
við 131. kafla). í sömu neðanmálsgrein
segir Einar Olafur Sveinsson: „Það er
rétt, að dalur er í fjallinu, og er gerlegt
að komast þangað með hesta.“ Hann
ræðir þetta ekki frekar.
-179-