Goðasteinn - 01.09.1997, Page 184
Goðasteinn 1997
lega staðið þar mikil hús. Þar sér þó
ekki til bæjarhúsa, því að sel hefur
verið sett ofan í tóftirnar. Lækur rennur
fyrir norðan, og báðum megin við hann
eru fornar tóftir. Niður frá tóftunum eru
sléttar grundir í litlum halla. Þar sést
greinilega túngarður, og hefur túnið
verið mjög stórt. Eru um 60-80 m frá
túngarði fyrir neðan og upp að bæjar-
hóli. Er vafasamt að finna megi marka
fyrir svo stóru túni á nokkru öðru forn-
býli. Traðir eru greinilegar norðan við
túnið heim að bæjarhólnum.“
Af framansögðu má ráða, að mynd-
arlega hafi verið búið „undir Þríhyrn-
ingi“ og þar hafi setið á dögum Flosa
annaðhvort venslamenn hans eða
afkomendur þeirra. Hafi verið komið
þarna sel, þegar snemma á 11. öld, hef-
ur það án efa verið í vörslu manna úr
ríki Sigfússona úr Fljótshlíð og honum
því vinveittir. Hvort sem væri, ber að
sama brunni: Flosi hefði getað fengið
þarna viðurgerning handa liði sínu og
beit og vatn handa hrossunum án þess
að eiga á hættu, að komið væri upp um
hann og menn hans. Héðan munum við
því freista þess að „ríða upp í fjallið
Þríhyrning“ og meta, hve greiðfarið
það er!
Við lögðum upp þrír saman frá Teigi
síðari hluta júlímánaðar (22. 7.) 1993,
og var hver okkar með þrjá hesta.* Öll
töldust hrossin vel þjálfuð nema eitt.
Veður var gott, en ekki með öllu heið-
skírt. Við riðum nokkuð beina leið upp
úr heimahögum á Teigi, en héldum svo
til vesturs undir hálendisbrúninni þar,
sem áður hefur heitið Þríhyrn-
ingshálsar. Afram héldum við svo í
sveig til norðurs og austurs undir
brúninni þar til við sáum til seljanna
undir Þríhyrningi. Þarna eru hálsarnir
eða heiðarnar merktar Suðurheiðar á
korti. Oddgeir frá Tungu(ll) nefnir
brekkurnar sunnan við Sölvabreiðu og
gegnt Þríhyrningi Suðurhlíðar. Er það
án efa réttara. Þá sveigðum við í áttina
að fjallinu og að vörslugarðinum eða
túngarðinum, sem áður er nefndur.
Honum fylgdum við svo til móts við
selin og riðum því næst að seltófta-
bungunni. Öll er þessi leið sæmilega
greiðfær nema að reka þarf hross eða
teyma yfir Langadalsgil, ef ekki er
farið norðan við gilið (sjá mynd 3).
A vinstri hönd okkar á þessari leið
verður fyrst fyrir háls suðvestur úr
Þríhyrningi, sem merktur er Þríhyrn-
ingsháls á kort. Þá sjáum við gapandi
gil í fjallinu, er sést víða að og nefnist
því hnyttna nafni Tómagil. Þá tekur
enn við breiða ein mikil neðanvert í
fjallinu, er heitir Sölvabreiða og nær
* Mér er sérstök þökk í huga til þeirra brœðra á Teigi fyrir að leyfa hrossum okkar að vera í
túninu hjá sér og það jafnvel, þótt þeim fyndist ífyrstu sá maður nokkuð framandlegur, sem vœri
að leita að Flosa á Þríhyrningshálsum og í Þríhyrningi!
-182-