Goðasteinn - 01.09.1997, Page 192
Goðasteinn 1997
unga frændur sína til náms í útlöndum.
Þeir hafa síðan kennt ungum piltum hér
heima. Af Sæmundi eða kennslu hans
fara að vísu engar sögur, en Eyjólfur
sonur hans kenndi Þorláki presti Þór-
hallssyni. Áður hafði hann numið
saltara í heimahúsum og lítið bóknám
annað ífyrstu sem hlýtur að merkja að
einhverja tilsögn hafi hann fengið í
latínu. Frá kennslu Eyjólfs segir hins
vegar svo í Þorláks sögu:
þá réðust þau mœðgin í hinn œðsta
höjuðstað í Odda undir hönd Eyjólfi
prest Sæmundarsyni er bæði hafði
höfðingskap mikinn og lærdóm
góðan, gæsku og vitsmuni gnægri en
flestir aðrir, og heyrðum vér hinn
sœla Þorlák það vitni bera honum
að hann þóttist trautt þvílíkan
dýrðarmann reynt hafa, sem hann
var, og sýndi hann það síðan að
hann vildi eigi hjá sér láta líða þau
heilræði um sinn meistara sem til
gaf hinn sæli Páll postuli sínum
lærisveinum, talandi svo til þeirra
þeim áheyrandum: „Veri þér eftir-
glíkjarar mínir, sem eg er Krists“.
Af því að svo bar oft til, þá er vér
hældum hans háttum góðum, að
hann kvað það vera siðvenjur
Eyjólfs fóstra síns Sœmundársonar.
Gjörði hann það maklega þótt hann
virði hann mikils í sinni umræðu því
að það var honum í að launa.
Eyjólfur virði Þorlák mest allra
sinna lærisveina um það allt er til
kennimannskapar kom, af því að
hann sá af sinni visku og hans
meðferð, sem síðar reyndist, að
hann mundi fyrir þeim öllum verða
(Byskupa sögur 1978:180; Biskupa
sögurl 1858:90-91).
Þorlákur tók skjótt vígslur á ungum
aldri. Hann fer utan til náms og segir
ekki af hans ferðum uns hann kemur til
Parísar og greinir saga hans frá því að
þar hafi hann verið „í skóla svo lengi
sem hann þóttist þurfa til þess náms
sem hann vildi þar nema. Þaðan fór
hann til Englands og var í Linkolni og
nam þar enn mikið nám“ (Byskupa
sögur 1978:183; Biskupa sögur I
1858:92).
Skyldi það vera tilviljun að Þorlákur
fer fyrstu námsferð sína til Frakklands?
Og er þörf á að leita einvörðungu í
landamærahéruðum að þeim stað sem
Sæmundur nam við? Er ekki nærtækara
að ætla að niðjar Sæmundar í Odda
hafi munað námsdvöl hans í því landi
sem nú heitir Frakkland? Hér er rétt að
staldra ögn við og huga nánar að námi
Þorláks. Eins og fram kemur í tilvitn-
uninni úr lífssögu hans hér að ofan þá
kenndi Eyjólfur Sæmundarson honum
og öðrum lœrisveinum í hinum æðsta
höfuðstað í Odda. Sagnaritarinn hefur
eftir Þorláki að hann hefur kallað
Eyjólf fóstra sinn. Sama orð notar Ari
l'róði um Teit ísleifsson, lærimeistara
sinn í Haukadal. Á þessum tíma og
lengi fram eftir öldum virðist orðið
meðfram vera notað um kennara. Og
lýsing Þorláks sögu sýnir ljóslega að
Eyjólfur Sæmundarson hefur kennt
Þorláki svo mikið að hann getur tekið
-190-