Goðasteinn - 01.09.1997, Page 198
Goðasteinn 1997
Sturlu sögu er að vísu aðeins kveðið á
um barnfóstur — og það þarf ekki að
þýða annað en alin hafi verð önn fyrir
Snorra, honum veitt húsaskjól og fæði;
og varla hefur hann verið svo bráðgjör
að hann hafi þá þegar hafið bóklegt
nám, en um leið og hann hafði aldur til
og þroska hefur hann verið settur til
bókar eins og títt var um höfðingjasyni
í það mund; Jón Loftsson hefur verið
fóstri hans, kennt honum rétt eins og
Isleifur biskup kenndi Jóni Ögmunds-
syni. I því viðfangi má minna á orð
Kristni sögu um höfðingja á 12. öld:
Þá voru flestir virðingamenn lœrðir
og vígðir til presta þó að höfðingjar
vœri, svo sem var Hallur Teitsson í
Haukadal og Sœmundur hinn fróði,
Magnús Þórðarson í Reykjaholti,
Símon Jörundarson í Bæ, Guðm-
undur son Brands í Hjarðarholti,
Ari hinnfróði, Ingimundur Einarson
á Hólum, Ketill norður Þorsteinsson
á Möðruvöllum og Ketill Guðmund-
arson, Jón prestur Þorvarðsson og
margir aðrir þó að eigi sé ritaðir
(Kristnisaga:50-51).
-Um þessa menn flesta er ekkert
vitað. Augljóst er þó að þeir eru margir
komnir undir græna torfu, þegar Snorri
er að alast upp í Odda, en varla hefði
höfundur sögunnar komist svo að orði
nema það hefði í eina tíð verið algengt
að höfðingjar lærðu til prests. Vert er
að hafa í huga að bæði í Haukadal og í
Odda í tíð Eyjólfs Sæmundarsonar
voru prestsefni við nám. Við höfum þó
engar heimildir um að Snorri hafi tekið
vígslu, Ólafur frændi hans Þórðarson,
hvítaskáld, var að vísu súbdjákn, en
þegar böndin berast að menntun
Snorra, þá er allt á huldu. Hið eina,
sem við getum sagt með vissu, er að
hann hafi setið við fótskör Jóns Lofts-
sonar og haft af honum sögur úr Nor-
egi. í Magnús sögu blinda og Haralds
gilla er minnst á vist Jóns Loftssonar
og Lofts Sæmundarsonar í Konunga-
hellu hjá Andrési Brúnasyni (Heims-
kringla 1991:754) og í Magnús sögu
Erlingssonar er greint frá dvöl Jóns í
Björgvin 1164 (tilv. rit:832). Hann er
greinilega heimildarmaður að atburð-
um og kunna upphafsorð formála
Heimskringlu að lúta að þessu:
Á bók þessi lét eg rita fornar frásag-
nir um höfðingja þá er ríki hafa haft
á Norðurlöndum og á danska tungu
hafa mælt, svo sem eg hefi heyrt
fróða menn segja, svo og nokkurar
kynslóðir þeirra eftir því sem mér
hefir kennt verið (Heimskringla
1991:3).
Fyrsta málsgreinin hefur stundum
verið túlkuð svo að Snorri hafi haft í
þjónustu sinni skrifara, lærða menn
eins og t. d. Styrmi prest hinn fróða,
sem eigi þá stóra hlutdeild í Heims-
kringlu. Sjálfur hafi Snorri ekki kunnað
að skrifa; hann hafi aðeins sagt frá-
sögnina fyrir. En hinir fróðu menn for-
málans séu líklega þeir Jón Loftsson í
Odda og synir hans.
Sú staðhæfing að Snorri hafi verið
-196-