Goðasteinn - 01.09.1997, Page 199
Goðasteinn 1997
ólærður maður stangast á við það sem j
unnt er að sjá af verkum hans, Eddu og
Heimskringlu. Að vísu verður að hafa
þann fyrirvara á að heimildirnar fyrir
höfundarverki Snorra eru ekki alveg
nógu traustar, en segja má þó að traust-
ari verði heimildir af þessu tagi ekki á
miðöldum (Sverrir Tómasson 1988a:
374-383; Jon Gunnar Jörgensen 1995:
45-62). Það er og varla unnt að krefjast
þess af samfélagi þar sem höfundarrétt-
urinn var ekki til, að hirt hafi verið um
að halda hann í heiðri. Annað mál er að
ekki er vitað með vissu í hvaða röð
Snorri semur verk sín, hvort hann hafi
sett saman Eddu á undan Heimskringlu
eða öfugt. Venja er að telja Eddu eldri
og er vert að líta á hana nánar og at-
huga hvernig hún afhjúpar menntun
Snorra.
Fræði Eddu snúast um kveðskap á
móðurmálinu. Verkinu er skipt niður í
þrjá þætti, Gylfaginningu, Skáldskapar-
mál og Háttatal, en fyrir framan er for-
máli. Frumrit Eddu er ekki lengur til.
Varðveitt handrit hennar benda til þess
að þrískipting verksins hafi verið í for-
riti elstu handritanna, svonefndu stofn-
riti verksins og formálinn fylgt því.
Stofnritið hefur verið frá síðari helm-
ingi 13. aldar og öll líkindi benda til
þess að það sé komið úr smiðju Snorra.
Þess vegna mæla öll rök með því að
telja formálann verk Snorra, en sumir
fræðimenn, þ. á m. svissneski fræði-
maðurinn Andreas Heusler, hafa talið
hann síðar til kominn; Snorri hafi ekki
getað skrifað slíkan samsetning.
Um tildrög verksins er flest á huldu.
Stungið hefur verið upp á því að í upp-
hafi 13. aldar hafi áhugi manna á forn-
um kveðskap farið dvínandi, ný tíska í
bragarháttum hafi tekið að ryðja sér til
rúms. Snorra hafi þess vegna þótt við
hæfi að hefja til vegs braglist forfeðr-
anna. Sjálfsagt er einhver fótur fyrir
þessu, en hér við bætist að Edda er angi
af málrækt miðalda, þeirri málstefnu
sem þó var einkum stunduð á latínu í
dómskólum og öðrum menntastofnun-
um. Verkið er að vísu nokkuð sérstætt
innan málfræðinnar sem kennd var í
bókum Dónats og Priscíanusar, en
megináherslan hjá Snorra, hvort sem
litið er á útlistanir hans á einstökum
vísum í Gylfaginningu eða Skáldskap-
armálum, svo ekki sé minnst á Háttatal,
er að skýra gamlan og nýjan kveðskap.
f formála verksins gerir Snorri ekki
grein fyrir hvers vegna hann hefur sett
saman verkið. Prologus Eddu er um-
fram allt heimspekileg greinargerð um
sköpun heimsins, upphaf alls, grein-
ingu tungnanna og skilning á höfuð-
skepnunum. Allt þetta eru umræðuefni
sem einkum tíðkuðust meðal heim-
spekinga í Frakklandi á 12. öld, einmitt
á þeim tíma sem Þorlákur helgi stund-
aði nám í París. Hér mætti og bæta við
að efni það sem Snorri hefur um Tróju
og uppruna ása ber þess merki að hann
hafi þekkt Trójumanna sögur í ein-
hverri latneskri gerð. En í formála
Snorra að Eddu birtist hugsun sem
síðar verður algeng hjá miðalda-
mönnum og fram kemur skýrast hjá
Ólafi hvítaskáldi: fróðleikurinn, viskan
er upphaflega komin sunnan úr álfu,
-197-