Goðasteinn - 01.09.1997, Page 209
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sveitarfélög
Au stur-Eyj afj allahreppur
Mannfjöldi
Þann I. desember 1996 voru íbúar
hreppsins 166 talsins, 74 konur og 92 kar-
lar. Hafði þeim fækkað um fjóra frá fyrra
ári. Alls eru 48 heimili í hreppnum, þar af
15 í þéttbýliskjarnanum í Skógum.
Landbúnaður
A meðfylgjandi töflu má sjá breytingar
á bústofni í hreppnum árin 1993-1996.
Búfé hefur fjölgað nokkuð frá fyrra ári og
vonandi verður framhald á þeirri þróun.
Bústofn 1993 1994 1995 1996
Nautgripir 1.163 1.209 994 1162
Sauðfé 2.263 2.291 2.086 2.113
Hross 493 518 499 504
Svín 35 43 46 3
Endur 49 45 43 22
Hænsni 132 111 137 114
Kornrækt fer vaxandi og nam uppskera
ársins 152 tonnum. Sýnt er að hér eru góð-
ar aðstæður til kornræktar sem fleiri bænd-
ur ættu að nýta sér til framleiðslu á góðu,
heimafengnu kjarnfóðri. Heyfengur var
samtals 23.700 rúmmetrar. Um 60%
heyfengsins var bundið í votheysrúllur, en
þessi tækni hefur valdið byltingu í hey-
verkun.
Framkvæmdir
A árinu var ráðist í lagningu hitaveitu í
Skógum. Lagt var vatn í allar húseignir
sveitarfélagsins, félagsheimilið, grunn-
skólann og kennarabústaði, auk þess fengu
3 íbúðarhús vatn frá veitu sveitarfélagsins.
Lokið var við lagningu vatns í hús Fram-
haldsskólans í Skógum og aðalbyggingu
Byggðasafnsins. Þá var byggt dæluhús við
borholuna.
I.-5. bekkur grunnskólans í œvintýraferð á Seljavöllum. Efri röðfrá vinstri: Harpa, Fjóla
kennari, Elín Birna, Kristófer Jökull, Steindór, Hlynur, Thelma, Aldís, Sigríður, Helena
kennari, Berglind. Fremri röð: Símon Bergur, Lilja Dögg, Sindri, Gissur, Birgitta, Arnar
Guðni, Vigfús.
-207-