Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 211
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sveitarfélög
30 þús. ferðamenn sækja safnið heim
árlega. Það hefur mikla þýðingu fyrir
sveitarfélagið að hafa stofnun eins og
Byggðasafnið sem dregur að fleiri gesti en
nokkuð annað byggðasafn á landinu.
Þórður Tómasson hefur unnið þrekvirki
við uppbyggingu safnsins, sem er fjöl-
breyttasta byggðasafn landsins og ein
mesta menningarstofnunin í kjördæminu.
Á árinu var smíði safnkirkjunnar haldið
áfram og unnið að innréttingum. Er áætlað
að kirkjan verði fullgerð haustið 1997.
í félagsheimilinu Fossbúð var rekin
veitinga- og gistiþjónusta á vegum einka-
aðila sem tók húsið á leigu vorið 1995.
Fossbúinn, en svo nefnist fyrirtækið, sá
einnig um rekstur tjaldsvæðisins við
Skógafoss og hafði með höndum upplýs-
ingaþjónustu fyrir ferðamenn. Ferða-
skrifstofa íslands rekur Edduhótel í Fram-
haldsskólanum í Skógum. Bændagisting er
í Drangshlíð I og á Seljavöllum er rekin
sundlaug og tjaldsvæði. Matvöruverslun
og bensínafgreiðsla er í Skarðshlíð og í
Steinum er ferðamannaverslun og bensín-
stöð.
Það má því segja að töluverð ferða-
þjónusta sé í hreppnum og er þetta sú
atvinnugrein sem fólk hér bindur mestar
vonir við enda eru Eyjafjöll rómuð fyrir
náttúrufegurð. Vonast er til að þessi at-
vinnugrein muni halda áfram að dafna og
skapi fleiri störf í sveitarfélaginu á kom-
andi árum.
Margrét Einarsdóttir
Framhaldsskólinn í Skógum
Á vormisseri 1996 voru 10 nemendur í
grunnskóladeild, 27 á 1. ári framhalds-
skólans og 23 á öðru ári. Alls voru nem-
endur því 60. Um sunrarið breyttust mál
svo, að sveitarfélög tóku við starfrækslu
grunnskólans, og færðust 9. og 10. bekkur
skólans þá til Grunnskólans í Skógum. Á
haustmisseri 1996 stunduðu 41 nemandi
nám í skólanum, þar af 12 á 2. ári.
Vorið 1996 hættu störfum við skólann
tveir kennarar: Guðlaug Pálsdóttir, stærð-
fræðikennari og Heimir Hálfdanarson
grunnskólakennari. Haustið 1996 hóf þar
störf Rósa Marta Guðnadóttir, stærð-
fræðikennari. Auk þeirra voru við störf allt
árið Guðmundur Sæmundsson, íslensku-
og dönskukennari, Ægir P. Ellertsson,
tungumálakennari, Sigrún Hreiðarsdóttir
íþrótta- og stærðfræðikennari og Sverrir
Magnússon skólastjóri.
Húsvörður skólans var Magnús Tómas-
son. Við mötuneytið störfuðu þær Erla
Þorbergsdóttir matráðskona, Ragnheiður
Klemensdóttir starfsstúlka og Olöf Bárð-
ardóttir starfsstúlka. Magnea Gunnarsdóttir
var ræstitæknir skólans ásamt Vilborgu
Sigurjónsdóttur. Guðrún Tómasdóttir var
gjaldkeri mötuneytis skólans, auk þess sem
hún sá um bóksölu.
Tryggvi Ingólfsson, Hvolsvelli, form.
Héraðsnefndar Rangæinga, var formaður
skólanefndar. Aðrir í skólanefnd voru:
Einar Þorsteinsson Sólheimahjáleigu,
Drífa Hjartardóttir, Keldum, sr. Halldór
Gunnarsson, Holti og sr. Sigurjón Einars-
son, Kirkjubæjarklaustri.
-209-