Goðasteinn - 01.09.1997, Page 225
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sveitarfélög
Djúpárhreppur
í árslok 1996 voru íbúar Djúpárhrepps
241, 125 karlar og 116 konur. Þar af voru
37 börn á grunnskólaaldri og 22 yngri, 67
ára og eldri voru 26. Ibúurn fjölgaði um 3
frá fyrra ári.
Skólamál
Eins og öllum er kunnugt tóku sveitar-
félögin við rekstri grunnskólans á haust-
mánuðum 1996. Segja má að of snemmt sé
að dæma um útkomuna en segja má þó
samt að þetta hafi gengið stórslysalaust
hvað okkur varðar og verður vonandi svo
áfram. I grunnskólanum voru 21 nemandi í
1.-7. bekk. Nemendur 8.-10. bekkjar sækja
skóla á Hellu ásamt 2 yngri nemendum af
bæjum úr efri hluta hreppsins samtals 16
nemendur. Tveir nemendur sækja þar fyrir
utan skólann að Laugalandi. Vinnuskóli
var einnig starfræktur eins og undanfarin
ár fyrir börn fædd 1981-1984. Leikskólinn
er rekinn sem sjálfstæð eining innan
grunnskólans og kemur það vel út. í leik-
skólanum eru 20 börn, 19 í hálfsdagsvistun
og 1 í heilsdagsvistun.
Skólastjóri grunnskólans er Una A.
Sölvadóttir, leikskólastjóri er Aslaug
Reynisdóttir og umsjónarmaður vinnu-
skólans er Pálmar Guðbrandsson.
Framkvæmdir
A árinu var ráðist í það að bora hita-
stigulsholur á vegum hreppsins, samtals 11
stykki til að kanna möguleika á nýtan-
legum jarðhita í Þykkvabæ. Niðurstaðan er
sú að hitastigull er á ákveðnu svæði fyrir
vestan Þykkvabæ í svokölluðu Borgartúns-
nesi, og binda menn vonir við að nýtanlegt
vatn kunni að finnast á þessu svæði.
Afram var haldið með framkvæmdir á
lóðinni í kringum grunnskólann og sam-
komuhúsið, m.a. gróðursettar u.þ.b. 200
trjáplöntur. í grunnskólanum var sett upp
ný og glæsileg bókasafnsinnrétting og
einnig var sett upp innrétting í mynd-
menntastofu, ásamt kortabraut í s.k. gryfju,
en hún nýtist aðallega til fyrirlestra og
samkomuhalds. I samkomuhúsinu var slíp-
að og lakkað gólf í aðalsal en í minni saln-
um var lagður á dúkur ásamt því að málað
var og dyttað að því sem nauðsynlegt þótti.
Á vegum nýs fyrirtækis í ferðaþjón-
ustugeiranum, Rangárflúða ehf. á Ægis-
síðu II, voru flutt 7 sumarhús á nýtt skipu-
lagt ferðaþjónustusvæði á Rangárbökkum í
túninu á Ægissíðu II.
I haust voru flutt nokkur bílhlöss af
byggingargrjóti í Hólsárbakkana, en það
hefur verið vani að hreppurinn borgi
mönnum vinnu og flutning á því grjóti er
til fellur á bæjunum þegar rifin eru gömul
hús. Er nú svo komið að aðeins vantar
herslumuninn til að komið sé í veg fyrir
landbrot á bakkanum okkar megin.
Landbúnaður og atvinnumál
Eins og allir vita er kartöfluræktin aðal-
búgrein hreppsbúa og má segja að sumarið
1996 hafi verið með eindæmum gjöfult,
enda bæði langt og hlýtt. Því miður er ekki
hægt að segja að afkoma manna sé að
sama skapi trygg, því reynslan segir okkur
að lágt verð er fylgifiskur góðrar uppskeru.
Kartöfluuppskeran var u.þ.b. 6.580 tonn.
Mjólkurframleiðendur í hreppnum eru
eins og síðasta ár 5 talsins og eru samtals
367 (328 1995) nautgripir í hreppnum.
Sauðfjárræktendur eru nokkrir og er
sauðfé alls 1.144 (1.177 1995). Fjöldi
hrossa í hreppnum er 891 (896 1995).
Heyfengur er 13.494 rúmmetrar
(12.946 1995).
Eitt svínabú er starfrækt í hreppnum.
Stærstu atvinnufyrirtækin eru eins og
-223-