Goðasteinn - 01.09.1997, Síða 229
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sóknir
Héraðsnefnd prófastsdæmisins skipa
auk prófasts þeir sr. Halldór Gunnarsson í
Holti og Haraldur Júlíusson í Akurey.
Nefndin er jafnframt stjórn héraðssjóðs
prófastsdæmisins, sem stendur undir
ýmsum sameiginlegum kostnaði, tekur
m.a. þátt í kostnaði vegna æskulýsstarfs,
starfs fyrir aldraða, greiðir kostnað við
fundi og námskeið og styrkir söngstarf og
námsferðir. Héraðsjóður kostar ennfremur
útgáfu „Lítils Kirkjublaðs“ sem dreift er á
hvert heimili í prófastsdæminu tvisvar á
ári.
Æskulýðsnefnd prófastsdæmisins skipa
nú: Sr. Sigurður Jónsson formaður, sr.
Halldóra J. Þorvarðardóttir, sr. Halldór
Gunnarsson, Gróa Ingólfsdóttir og Ólafur
Hróbjartsson.
Ellimálanefnd: Sr. Halldór Gunnarsson
formaður, sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir,
sr. Sigurður Jónsson, Bára Sólmundsdóttir
og Drífa Hjartardóttir.
Fulltrúar á Leikmannastefnu: Margrét
Björgvinsdóttir og Haraldur Júlíusson. Til
vara: Kristín Guðmundsdóttir og Jón
Kristinsson.
Fulltrúi í stjórn Hjálparstofnunar
kirkjunnar: Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
og til vara: Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir.
Héraðsfund prófastsdæmisins sitja
prestar og safnaðarfulltrúar allra sókna
með atkvæðisrétti, en rétt til fundarsetu
með málfrelsi og tillögurétti eiga einnig
sóknarnefndarmenn og varamenn þeirra
svo og varamenn safnaðarfulltrúa. Auk
þess eru gestir fundarmanna velkomnir.
Síðustu árin hafa hinir árlegu héraðs-
fundir prófastsdæmisins verið íjölmennari
en áður var og helst sú fjölgun í hendur við
vaxandi starf kirkjunnar hér sem annars
staðar í landinu.
Sváfnir Sveinbjarnarson, prófastur
Holtsprestakall
/
Eyvindarhólasókn, Asólfsskálasókn og Stóradalssókn
Eins og í fyrra er hér birtur sameigin-
legur annáll allra sókna Holtsprestakalls.
Byggist hann á fundargerð sameiginlegs
fundar sóknarnefndanna þriggja, safnaðar-
fulltrúa, organista, fulltrúa kirkjukórs og
sóknarprests, sem haldinn var að Heima-
Iandi 30. janúar 1997.
Sóknarpresturinn, séra Halldór Gunn-
arsson, hefur um árabil gefið út safnaðar-
ritið Bréfið, og kom það tvisvar út á árinu
1996. Bréfið hefur jafnan að geyma hug-
vekju sóknarprests til sóknarbarnanna,
fréttir úr söfnuðunum, messuáætlun og
fleira.
Guðsþjónustur í Holtsprestakalli á árinu
1996 voru alls 23, heimsóknir í skóla
hefðbundnar, skírnir voru 5, hjónavígslur
2, jarðarfarir 7 og fermingarbörn 6. Stærri
hluti sérathafna var vegna fólks með heim-
ilisfesti utan prestakallsins.
Talsvert var unnið að fegrun og endur-
bótum kirkna og kirkjugarða í presta-
kallinu. I Stóradal voru lagðar flísar á gólf
forkirkju og snyrtingar, auk þess sem
geymsluaðstaða í austurenda kirkjunnar
var lagfærð. Þá var kirkjan öll máluð að
innan.
Að Ásólfsskála var unnið að endurbót-
um kirkjugarðs og kirkjulóðar. Því verki
verður fram haldið á þessu ári. I bígerð er
að leggja hitaveitu í kirkjuna.
Prédikunarstóll Eyvindarhólakirkju var
endurbættur. Nýtt gler er væntanlegt í
kirkjuna, og verið er að vinna að legstaða-
skrá kirkjugarðsins.
-227-