Goðasteinn - 01.09.1997, Síða 232
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sóknir
Breiðabólsstaðarprestakall
Hlíðarenda-, Breiðabólsstaðar- og Stórólfshvolssóknir
Það má til sérstakra tíðinda teljast að
Breiðabólsstaðarprestakall stækkaði
verulega á miðju ári 1996, þegar Stór-
ólfshvolssókn með 728 íbúa (1. des. 1996)
bættist við, þannig að nú eru sóknirnar
þrjár með 1007 sóknarbörn. Á undanförn-
um 33 árum, frá 1963-1996 hafði íbúum
prestakallsins í Breiðbólsstaðar- og
Hlíðarendasóknum fækkað úr 473 í 279
eða um 194. En eftir þessa breytingu er
Breiðabólsstaðarprestakall orðið hið fjöl-
mennasta í prófastsdæminu.
Viðgerðum á Breiðabólsstaðar- og
Hlíðarendakirkjum var haldið áfram sl.
sumar. Breiðabólsstaðarkirkja hefur nú öll
verið gerð upp að utan og verður væntan-
lega máluð að utan næsta sumar. Turn-
spíra, krossar á þaki og lauf yfir gluggum
hefur allt verið endurnýjað og er útlit
kirkjunnar nú, að ætla má, í öllu hið sama
og þegar hún var nýbyggð. Nokkrar
viðgerðir fóru fram á kirkjunni að innan,
ofnar voru endurnýjaðir og raflagnir
endurbættar. Þessar framkvæmdir stóðu
fram eftir vetri.
Smiðir við þetta mikla og vandasama
verk hafa að mestu verið frá upphafi þeir
Oddgeir Guðjónsson frá Tungu og bræð-
urnir Sigurður og Kristján Sigurðssynir á
Hvolsvelli.
Öðrum áfanga í viðgerð Hlíðarenda-
kirkju var lokið sl. haust, en þá var turn og
vesturstafn kirkjunnar endurgerður, svo og
grunnur að vestan og dyrabúnaður og
gluggar fært til fyrra horfs. Eftir er þá að
gera við norðurhlið kirkjunnar og turnspíru
og er áformað að ljúka því verki sumarið
1997. Umsjón með verkinu hefur Sveinn
Sigurðsson, Hvolsvelli.
Þá var einnig unnið að viðgerð Stór-
ólfshvolskirkju síðsumars, turninn að
nokkru endursmíðaður og þakklæðning
endurnýjuð. Um það verk sá Hákon Guð-
mundsson, Hvolsvelli. Sóknarnefnd Stór-
ólfshvolskirkju hugar nú að undirbúningi
byggingar safnaðarheimilis, sem jafnframt
er hugsað sem fyrsti áfangi að nýrri kirkju
í framtíðinni.
Hinar umfangsmiklu viðgerðir á
Breiðabólsstaðar- og Hlíðarendakirkjum
hafa að nokkru komið niður á helgihaldi
þar meðan á framkvæmdum hefur staðið
en aðstæður horfa nú allar til hins betra er
viðgerðum lýkur.
Almennar guðsþjónustur í prestakallinu
urðu 23, helgistundir í kirkjum og á
Kirkjuhvoli 10 og barnasamkomur 13.
Skírð börn voru 11 og hjónavígslur 4.
Aðeins eitt barn var fermt á árinu.
Jarðsettir voru I I. Auk þess voru 3 börn
skírð og 2 jarðsettir utan prestakalls.
Organisti í Breiðabólsstaðar- og Hlíðar-
endasóknum er Margrét Runólfsson í
Fljótsdal en f Stórólfshvolskirkju er
Gunnar Marmundsson organisti. Bæði eru
þau jafnframt stjórnendur kirkjukóranna.
Meðhjálpari í Hlíðarendakirkju er Daði
Sigurðsson en kirkjuvörður er Guðgeir
Ólason. Meðhjálpari í Breiðabólsstaðar-
kirkju er Jón Kristinsson en kirkjuvörður
Ingibjörg Halldórsdóttir. í Stórólfshvols-
kirkju er Svavar Friðleifsson meðhjálpari
og kirkjuvörður. Sóknarnefndir og safn-
aðarfulltrúar eru sömu og á síðasta ári.
Þessu starfsfólki kirknanna svo og kórfólki
og sóknarbörnum öllum eru færðar þakkir
fyrir samstarfið.
Sváfnir Sveinbjarnarson, sóknarprestur
-230-