Goðasteinn - 01.09.1997, Qupperneq 235
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sóknir
að láta af starfi meðhjálpara, og jafnframt
baðst hann undan endurkjöri í sókn-
arnefnd, en hvorum tveggja þessarra
embætta hafði hann gegnt um árabil með
miklum sóma. Einari var fært málverk frá
Oddasöfnuði að gjöf við þessi tímamót;
Heklumynd eftir Jónda, Jón Kristinsson í
Lambey, um leið og gifturík og heilladrjúg
störf hans í þágu kirkjunnar voru þökkuð.
Nýr meðhjálpari tók tii starfa 1. desember,
Björgúlfur Þorvarðsson kennari í Hrafn-
tóftum.
Að afloknum aðalsafnaðarfundi Odda-
sóknar á árinu var sóknarnefnd svo skipuð:
Friðsemd Hafsteinsdóttir, Hellu, formaður,
Anna María Kristjánsdóttir, Helluvaði,
gjaldkeri, Aðalheiður Högnadóttir, Ægis-
síðu, ritari, Gísli Stefánsson, Hellu, Jakob-
ína Erlendsdóttir, Hellu.
Safnaðarfulltrúi er Bragi Gunnarsson,
Hellu.
Keldnasókn
íbúar Keldnasóknar 1. desember 1996
reyndust vera 69; jafnmargir og ári fyrr.
þar af eru 39 karlar og 30 konur. 16 eru
undir 16 ára aldri og þrír 67 ára og eldri.
í Keldnakirkju var messað 6 sinnum á
árinu, ein barnaguðsþjónusta fór þar fram,
ein skírnarguðsþjónusta og ein hjóna-
vígsla. Eitt barn var skírt í heimahúsi í
sókninni á árinu. Organisti Keldnakirkju er
Halldór Oskarsson, og meðhjálpari Drífa
Hjartardóttir.
Á árinu miðaði framkvæmdum við
endurbætur kirkjugarðsins vel áfram. Ekið
var jarðvegsfyllingu í suðaustanverðan
garðinn og sá hluti hans tyrfður. Einnig var
vegghleðslu fram haldið.
I sóknarnefnd Keldnasóknar sátu í
árslok þau Drífa Hjartardóttir og Skúli
Lýðsson, Keldum, og Oddný Sæmunds-
dóttir, Gunnarsholti. Drífa er formaður
sóknarnefndar og er jafnframt safnaðar-
fulltrúi.
Kirkj uh volsprestakall
/
Þykkvabæjar-, Arbæjar- og Kálfholtssóknir
Messur í prestakallinu hafa verið að
venju, á vetrarmánuðum messum við hinn
fyrsta sunnudag í mánuði í Árbæjarkirkju,
hinn þriðja í Kálfholtskirkju og veljum
okkur annan eða tjórða sunnudaginn til
messu í Þykkvabæjarkirkju. Fyrr mess-
uðum við tvisvar þar í þéttbýlinu. I
Þykkvabæ hugðumst við byrja messuhald
eftir jólin með því að bjóða tónlistarmön-
num úr Kálfholtssókn, þeim Jóni
Þorsteinssyni á Syðri-Hömrum og Tryggva
Sveinbjörnssyni á Heiði. Heimsóknin dróst
vegna veðra en þegar þeir komu var það
Þykkvabæjarsöfnuði tii mikillar gleði. Jón
syngur oft einsöng með kirkjukórnum í
Kálfholti og Tryggvi lék þar í messu frum-
samið lag á gítar sinn. Allir þrír kirkju-
kórarnir æfa reglulega og syngja bæði fyrir
okkur í messum og leiða kirkjusönginn.
Átta börn tengd prestakallinu eru skráð
í kirkjubók þess árið 1996. Þau eru Marta,
dóttir Yrsu og Carlosar, en Yrsa er l'rá
Prestsetrinu í Þykkvabæ, Jóna Kristín,
dóttir Guðfinnu og Erlends en Guðfinna er
frá Borgartúni í Þykkvabæ, Andri Freyr,
sonur Hörpu Bryndísar og Sveins Alberts á
Ásmundarstöðum, Steinunn Ásta, dóttir
Sigríðar Ólafíu og Inga, Sigríður er frá
Meiri-Tungu, tvíburarnir Nína Jenný og
Ingi Björn, en foreldrar þeirra eru Pálína
-233-