Goðasteinn - 01.09.1997, Page 236
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sóknir
og Erling í Tobbakoti í Þykkvabæ, Helga
Rún, dóttir Sigurjónu og Emils á Sólbakka
í Þykkvabæ og Steinunn Birna dóttir
Þórunnar og Jóns á Syðri-Hömrum.
Fimmtán fermingarbörn gengu til
spurninga í prestakallinu í vetur. Fjögur
börn fermdust í Þykkvabæjarkirkju, fimm í
Kálfholtskirkju og fjögur í Árbæjarkirkju.
Tvö fermdust annars staðar til að vera þar
með fjölskyldum sfnum á fermingar-
daginn.
Tvenn brúðhjón voru gefin saman í
prestakallinu á árinu. Anna Eyberg
Hauksdóttir og Viðar Rúnar Gunnarsson,
en hann er frá Borg í Þykkvabæ, voru
gefin saman í Þykkvabæjarkirkju hinn 6.
júlí. Regína Róbertsdóttir og Oðinn Ver-
mundsson í Króki í Ásahreppi voru gefin
saman í Kálfholtskirkju 31. ágúst.
Ingivaldur Olafsson frá Áshól í Ása-
hreppi, sem dó 14. ágúst 1996 og er getið
hér í ritinu, arfleiddi Kálfholtskirkju að
lausafjármunum og íbúð sinni í Reykjavík.
Nafni kirkjunnar í Þykkvabæ hefur nú
verið breytt með leyt'i dóms- og kirkju-
málaráðuneytis. Hún hét áður Hábæjar-
kirkja en heitir nú Þykkvabæjarkirkja, en
nafnbreytingin var samþykkt á aðalfundi
safnaðarins árið 1986 og hefur verið unnið
að málinu síðan.
Hinn 1. desember 1996 voru 158 í Ár-
bæjarsókn, 132 í Kálfholtssókn og 202 í
Þykkvabæjarsókn.
Fellsraúlaprestakall
Skarðssókn
Kirkjustarf í Skarðssókn er með hefð-
bundnu sniði, að öllu jöfnu messað einu
sinni í mánuði auk stórhátíða. Barnastundir
eru að jafnaði í guðsþjónustum en auk þess
er kirkjuskóli á veturna í samvinnu við
Laugalandsskóla og sr. Auði Eir.
Kirkjukór Skarðskirkju leiðir kirkju-
söng í guðsþjónustum og öðrum athöfnum
en stjórnandi hans er Anna Magnúsdóttir á
Hellu. Hann æfir að jafnaði hálfsmánaðar-
lega á veturna.
Kirkjan er hituð upp með heitu vatni og
er henni og garðinum vel við haldið.
I sóknarnefnd sitja Guðni Kristinsson,
Skarði, formaður, Elínborg Sváfnisdóttir,
Hjallanesi og Margrét Gísladóttir, Vindási.
Safnaðarfulltrúi er Magnús Kjartansson,
Hjallanesi.
Marteinstungusókn
í Marteinstungusókn er kirkjustarf með
taktbundnu sniði. Þar er messað að jafnaði
annan hvern mánuð, auk helgihalds
stórhátíðanna. Þess á milli eru börnin borin
til skírnar, ungmennin fermd og samferða-
menn kvaddir. Sameiginlegur kór Mar-
teinstungu- og Hagakirkju leiðir söng í
guðsþjónustum þessara kirkna en organisti
er Hanna Einarsdóttir í Birkiflöt.
Kirkjan varð aldargömul á árinu, en
hún var byggð sumarið 1896 og vígð og
tekin í notkun 3. sd. í aðventu, 13. desem-
ber sama ár. Var haldið upp á 100 ára af-
mælið sunnudaginn 24. nóvember 1996
með guðsþjónustu og kaffisamsæti á eftir.
Tókst það með miklum ágætum, en af því
tilefni heiðruðu sóknarbörn ýmsir gestir,
biskup Islands og frú, vígslubiskup og frú,
-234-