Goðasteinn - 01.09.1997, Page 238
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Sóknir
Nemendur úr Alþjóðabiblíuskólanum á leið yfir fljót íAfríku ásamt innfœddum. Á
myndinni má greina a.m.k. einn Sunnlending, Oskar Þór Jóhannesson í Hvolsvelli, sem
situr hœgra megin í bátnum ncest fremstur á myndinni. - Ljósm.: Jóhannes Hinriksson.
I Skálanum í Kirkjulækjarkoti, safn-
aðarmiðstöð Hvítasunnunranna á Islandi,
var fjöldi annarra móta og samkoma á
vegum ýmissa kristinna trúfélaga.
Síðast liðið sumar kom hópur ung-
menna, þrjátíu og sex manns með leið-
togum, frá Bandaríkunum og Kanada og
dvaidi í mánuð við ýmis störf svo sem
snyrtingu og lagfæringu í kringum kirkju-
byggingarnar og vinnu við grunn Sam-
komuhallarinnar (tívolíhiissins).
Þessi hópur kom frá stofnun sem sendir
ungt fólk frá ýmsum kirkjudeildum svo
sem lúterskum, Babtistum, Hvítasunnu-
mönnum og Meþódistum út um allan heim
til að kenna því að vinna og bjarga sér
sjálft.
I þrjá mánuði, september til nóvember,
var alþjóðabiblíuskóli starfræktur í Kirkju-
lækjarkoti þar sem fimmtán íslenskir og
fjórtán erlendir nemendur stunduðu nám í
Biblíulegum fræðum. Kennarar voru
íslenskir og breskir. Kennsla fór fram á
íslensku og ensku.
Síðan fór mikill hluti nemenda í starfs-
þjálfun í tvo mánuði til Suður-Evrópu og
Afríku þar sem þeir kynnlu sér hagi og
þarfir íbúanna og boðuðu Guðs orð. Var sú
ferð að vonum mjög lærdómsrík og brá
mörgum í brún, ekki síst þeim sem fóru til
Afríku og vanir eru alsnægtum okkar
heimshluta, þegar þeir sáu þann skort,
bæði til sálar og líkama, sem margir búa
við.
Eins og segir í síðasta annál keypti
Hvítasunnukirkjan á Islandi syðra „tívolí-
húsið“ í Hveragerði. A síðastliðnu ári var
það rifið og flutt austur í Kirkjulækjarkot
þar sem það bíður uppsetningar á landi
Skálans. Steyptur var hluti af grunni bygg-
ingarinnar, kjallari, 600 fermetrar af 2400
fermetra grunnfleti hússins sem verður þá
samtals 3000 fermetrar með kjallara.
Yngvi Guðnason
-236-