Goðasteinn - 01.09.1997, Page 239
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Kvenfélög
Kvenfélög í Rangárþingi
í Rangárþingi starfa 12 kvenfélög, en
þau eiga öll aðild að Sambandi sunnlenska
kvenna. Þessi félög eru:
Kvenfélag Fljótshlíðar
Kvenfélag Oddakirkju
Kvenfélagið Bergþóra, V.-Landeyjum
Kvenfélagið Eining, Holta- og Land-
sveit
Kvenfélagið Eining, Hvolhreppi
Kvenfélagið Eygló, V.-Eyjafjöllum
Kvenfélagið Fjallkonan, A.-Eyja-
fjöllum
Kvenfélagið Framtíðin, Asahreppi
Kvenfélagið Freyja, A.-Landeyjum
Kvenfélagið Lóa, Holta- og Landsveit
Kvenfélagið Sigurvon, Djúpárhreppi
Kvenfélagið Unnur, Rangárvöllum
Hér á eftir fara frásagnir um starf þeirra
á árinu 1996.
Kvenfélag Fljótshlíðar
Stjórn Kvenfélags Fljótshlfðar skipa:
Kristín Aradóttir formaður, Helga
Jörundsdóttir ritari og Sigríður Viðarsdóttir
gjaldkeri.
Félagskonur eru alls 30.
Félagið hefur sinnt hinum ýmsu líknar-
og minningarmálum. Félagið hefur staðið
fyrir jólatrésskemmtun. góuballi og kaffi-
sölu 17. júní. Einnig hafa konur brugðið
undir sig betri fætinum og farið í leikhús
og skemmtiferðir.
Stofnaður var ferðasjóður Kvenfélags
Fljótshlíðar, sem nota á til lengri ferða. Er
hann fjármagnaður af blómasölu og
kökubasar.
Vonumst við til að kvenfélagið dafni
um ókomna framtíð.
Kristín Aradóttir
Kvenfélag Oddakirkju
Kvenfélag Oddakirkju
Þið hafið líknað og þerrað burt tár,
með þakklæti slíks við nutum,
af þrautseigju starfað í 30 ár
og þroskast í góðum hlutum.
Telja upp verkin, það væri fullt starf
og víst eitthvað færi úr böndum,
en komið og gerið strax þetta sem þarf
með þjónandi kærleikshöndum.
Haldið þið áfram að huga að því
sem hófst fyrir mörgum árum.
Þá öll ykkar vinna mun verða sem ný,
vökvuð af gleðitárum.
(Björgúlfur Þorvarðsson)
Kvæði þetta er óður til félags okkar á
30 ára afmæli þess 1993. Lýsir það góðum
hug til kvenna sem alltaf eru að láta eitt-
-237-