Goðasteinn - 01.09.1997, Page 242
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Kvenfélög
Kvenfélagi Gnúpverja í apríl og frá Kven-
félagi Eyrarbakka í nóvember. Það voru
meiri háttar skemmtanir.
1 júní var farið með eldri borgara úr
þrem hreppum sýslunnar í dagsferð í félagi
við Freyju í A.-Landeyjum og Eygló í V,-
Eyjafjöllum. Farið var á Akranes með
Akraborginni, bærinn skoðaður, farið á
byggðasafn staðarins og dvalarheimili
aldraðra sótt heim. Þar fengum við að
snæða nestið okkar. Þá var ekið um Borg-
arfjörð. Fararstjóri í þeirri ferð var Bjarn-
fríður Leósdóttir, sem fór á kostum.
Þá var ekið um Kjósarskarð til Þing-
valla. Þaðan var ekið sem leið lá að Lauga-
bökkum, skoðað nýtísku fjós og keyptu
félögin kaffi og meðlæti fyrir sitt fólk á
staðnum. Þarna höfðum við ánægjulega
stund og slöppuðum vel af eftir stranga en
skemmtilega ferð dagsins.
Heim var komið fyrir miðnætti og allir
kátir og hressir. Kvenfélagið Bergþóra sá
um framkvæmd ferðarinnar og skipulagði
hana.
í desember héldum við bútasaums-
námskeið. Þátttaka var góð og allir ánægð-
ir með muni sína.
Félagsvistir voru haldnar í félagi við
Freyju í A.-Landeyjum og að lokum
höfðum við jólatrésskemmtun fyrir börnin.
Við gáfum á árinu ýmsum félaga-
samtökum og líknarstofnunum. Einnig
gáfum við minningargjafir um tvær félags-
konur sem létust á árinu. Seldum upp jóla-
kort til styrktar Sjúkrahúsi Suðurlands og
happdrættisalmanök Þorskahjálpar.
Stjórn félagsins skipa þessar konur:
Hildur Ágústsdóttir formaður, Anna Mar-
grét Ingólfsdóttir gjaldkeri og Elín Jóns-
dóttir ritari. Hitdur Ágústsdótlir
Kvenfélagið Eining, Holta- og Landsveit
Starf félagsins var með hefðbundnu
sniði á árinu 1996. í félaginu eru nú 26
konur, þar af tveir heiðursfélagar.
Tekjuöflun er sem fyrr af kaffi- og
veitingasölu. Ymis námskeið voru haldin,
svo sem í kortagerð og jólaföndri, þar sem
meðal annars voru gerð jólatré úr herða-
trjám. Ein kona fór á tölvunámskeið hjá
Farskóla Suðurlands.
Þann 29. mars var farið í leikhús. Þann
19. mars fórum við í heimsókn að Dvalar-
heimilinu Lundi, þar sem okkur var ákaf-
lega vel tekið að vanda. Gáfum nokkra
peningaupphæð til útgáfu á sönglögum
Ingibjargar Sigurðardóttur í Bjálmholti, en
nú er unnið að útgáfu á lögunum hennar.
Nokkrar félagskonur fóru í skemmti-
ferðina frægu, með sunnlenskum konuin til
Vestíjarða í júní, þar sem ýmis ævintýri
gerðust. Þær voru um borð í Fagranesinu
þegar það strandaði í ísafjarðardjúpi. En
allar komu þær heilar heim, höfðu aðeins
vöknað í fætur og þegar þær sögðu frá
þessu á eftir hafði engin þeirra viljað missa
af strandinu, það var mesta ævintýrið.
Við gáfum ásamt öðrum kvenfélögum í
Hellulæknishéraði, sjúkrarúm, sem notað
er í heimahúsum og flutt milli bæja eftir
þörfum.
Við seldum dagatöl Þroskahjálpar,
jólakort fyrir SSK og Minningarsjóð Olafs
Björnssonar.
Við héldum okkar árlegu jóla-
trésskemmtun milli jóla og nýárs og var
hún vel sótt að vanda.
Við gáfum Laugalandsskóla bæklinginn
„Umhverfið og við“ og var honum dreift
til elstu nemendanna.
Vilborg Gísladóttir
-240-