Goðasteinn - 01.09.1997, Page 243
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Kvenfélög
Kvenfélagið Eining, Hvolhreppi
Starf Kvenfélagsins Einingar árið 1996
hófsl nreð hátíðaraðalfundi í Ásgarði í
byrjun febrúar, þar sem við minntumst 70
ára afmælis félagsins - en það var stofnað
4. júlí 1926.
Á afmælisdaginn brugðum við svo
undir okkur betri fætinum og fórum í
afmælisferð í Þórsmörk, þar sem við grill-
uðum og skemmtum okkur saman í
yndislegu veðri fram eftir kvöldi. Annars
var starfsemin hefðbundin, fjórir félags-
fundir í febrúar, maí, september og nóvem-
ber.
í byrjun aðventu héldum við árlegan
jólafund, þar sem við skemmtum okkur við
söng og spil og minntumst jólanna. Einnig
var haldin jólatrésskemmtun fyrir börnin
milli jóla og nýárs. Þá var farið í heimsókn
á Dvalarheimilið Kirkjuhvol í byrjun
desember og heimilinu færðar jólastjörnur,
og konur lásu upp og sungu með vistfólk-
inu.
Farið var í leikhús að sjá leikritið
„Kirkjugarðsklúbburinn“ og í bíó að sjá
Djöflaeyjuna.
Þegið var heimboð Kvenfélags Gaul-
verjabæjarhrepps, þar sem við nutum
skemmtunar og góðra veitinga og síðan
var dansað fram á nótt. Árleg gönguferð
var í júní, og var gengið að gömlu Hvols-
réttum með leiðsögn Pálma Eyjólfssonar.
í tilefni af afmæli félagsins var efnt til
samkeppni um merki fyrir félagið, og
bárust nokkrar tillögur. Valið var merki og
reyndist höfundur þess ein félagskona,
Steinunn Kolbeinsdóttir. Voru prentaðir
borðfánar og barmmerki og er von okkar
að allar félagskonur beri merkið þar sem
þær koma fram í nafni félagsins.
Félagið er líknarfélag og höfum við
styrkt ýmis málefni, m.a. til vímuefna-
varna. Einnig fangahjálpina Vernd og
keypt voru jólakort Blindrafélagsins.
Styrkur var veittur til Sophiu Hansen,
ásamt því að félagið sendi ályktun til utan-
ríkisráðuneytisins um málefni hennar. Til
umhverfisverndar var 10-11 ára börnum
Hvolsskóla gefin bæklingurinn „Um-
Félagskomir í 70 ára afniœlisferð í
Þórsmörk 4. júlí 1996.
hverfið og við“ en hann verður notaður til
að vekja athygli barnanna á mengun í
umhverfinu og hvernig skuli bregðast við
henni. Þá seldu konur jólakort fyrir Sjúkra-
hússjóð SSK, en ágóðanum af sölunni var
að þessu sinni varið til kaupa á fæðingar-
-241-