Goðasteinn - 01.09.1997, Page 245
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Kvenfélög
Kvenfélagið Fjallkonan
Stjórn félagsins skipa Magðalena
Jónsdóttir Drangshlíðardal, formaður, Ólöf
Bárðardóttir Steinum, gjaldkeri, og Guðný
Valberg Þorvaldseyri, ritari.
Félagar eru 31, þar af fjórir aukafélagar
sem fluttir eru burt af svæðinu. Ein kona
sagði sig úr félaginu á árinu.
A árinu voru haldnir þrír félagsfundir,
fimm skemmtifundir og fjórir stjórnar-
fundir. A skemmtifundum sem haldnir eru
mánaðarlega yfir vetrartímann fáum við
ýmist einhvern að eða erum sjálfar með
heimafengið efni. A þessum fundum
fengum við til dæmis Einar Loga
Einarsson eina kvöldstund til að kynna
okkur tejurtir. Einn vordag brugðum við
okkur út á Hellu og fengum Vinsý til að
hjálpa okkur við gerð þurrskreytinga.
Félagskonur sáu um sýnikennslu í
flatkökugerð, konfektgerð og kortagerð úr
endurunnum pappír.
Fastar samkomur félagsins eru 17. júní,
sem við sjáum um í samvinnu við
Ungmennafélagið Eyfelling, og kirkjukaffi
sem við bjóðum sveitungunum til fyrsta
sunnudag í aðventu. Þann 19. júní fórum
við út að borða saman á Hótel Eddu
Skógum.
I fyrravor tókum við upp þá nýbreytni
að fara saman í gönguferðir innan
sveitarinnar. Farnar voru þrjár gönguferðir,
sú fyrsta frá Skógum að Kvernufossi.
Síðan gengum við undir leiðsögn Svölu og
Magnúsar á Hrútafelli inn með
Hrútafellsfjalli og skoðuðum nr.a.
Rútshelli og lækningalindina sem er í
Kleifarhelli inn með fjallinu. Þeir hörðustu
gengu síðan yfir hálsinn og komu niður í
Drangshlíðardal. Þriðja ferðin var síðan
farin frá Þorvaldseyri og inn í Koltungugil,
undir leiðsögn Guðnýjar á Þorvaldseyri. I
þessar ferðir buðum við öllum að koma
með okkur, og voru börnin tekin með. Var
þetta hin besta skemmtun úti í náttúrunni,
og voru veðurguðirnir okkur hagstæðir.
Vonandi tökum við upp þráðinn, þegar
aftur fer að vora.
Nágrannar okkar í Kvenfélaginu Eygló
buðu okkur á árshátíð sína.
Helsta tekjuöflun okkar er af kaffisölu
kaffinefndarinnar okkar sem í eru 5 konur,
og er skipt út einu sinni á ári. Haldið var
páskabingó. Gjafir til menningar- og líkn-
armála á árinu námu rúmum 100.000
krónum.
Magðalena Jónsdóttir
Riðið um sandana undir Eyjafjallajökli. -
Mynd: Rafn Hafiifjörð.
-243-