Goðasteinn - 01.09.1997, Page 259
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
íþróttafélög
A-lið Eyfellings og Trausta sem sigraði á héraðsmóti unglinga í blaki 13. apríl 1996, sem
haldið var að Laugalandi í Holtum. Aftari röðfrá vinstri: Einar V. Viðarsson, Kristinn G.
Guðnason, Kristinn S. Kjartansson, Atli S. Guðmundsson og Svanur B. Ulfarsson. Fremri
röð: Rúnar Kristinsson, Bjarni Halldórsson, Heimir D. Guðmundsson, Guðmundur I.
Einarsson, Eyjólfur Þ. Magnússon.
aldursflokkamót utanhúss í frjálsum íþrótt-
um, héraðsmót karla 15 ára og yngri í
glímu, héraðsmót karla 20 ára og eldri í
glímu, héraðsmót kvenna í glímu, sveita-
keppni í bridds, héraðsmót unglinga í blaki
þar sem keppt var sameiginlega með Umf.
Trausta, og í samvinnu við íþróttanefnd
Skógaskóla var keppt í körfuboltamótum
bæði karla og kvenna undir nöfnum Ey-
fellings og Trausta.
Keppt var við Umf. Trausta í frjálsum
íþróttum innanhúss sem haldið var að
Heimalandi í byrjun vors.
Eyfellingur og Trausti sáu um
undirbúning og framkvæmd Rangæinga-
móts sem haldið var á Hellu 24.-25. ágúst
og tókst með miklum ágætum.
Farið var einnig á Rangæingamót
innanhúss sem haldið var á Laugalandi 9,-
10. nóvember.
Seinni hluta vetrar var opið hús í
félagsheimilinu Fossbúð þar sem spilaður
var borðtennis og aðrir leikir einu sinni í
viku.
Sumarstarfið
Einu sinni í viku voru fótboltaæfingar í
sumar og keppti fótboltalið frá Eyfellingi á
VP-móti í Vík 17. ágúst og náði öðru sæti,
í innanhússknattspyrnu var keppt á
Suðurlandsmóti á Selfossi og íslandsmóti
4. deildar í Reykjavík.
Frjálsíþróttaæfingar í sumar voru undir
stjórn Sigríðar Bjarkar Ólafsdóttur og var
mæting á þær með ágætum.
Á konudag voru seld blóm, 17. júní-
skemmtun var að venju haldinn í samvinnu
með kvenfélaginu, og á þrettándagleðinni
var brenna og flugeldasýning ásamt
tilheyrandi álfum og tröllum.
257-