Goðasteinn - 01.09.1997, Page 262
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
íþróttafélög
flokki barna, unglinga og fullorðinna. Að
lokum var farið í leiki, reiptog yfir lækinn,
hlaup og ýmsar þrautir.
Systkinin á Minni-Völlum, Óskar,
Asgeir og Guðbjörg hafa oft komið fram
með ýmis eldri vinnubrögð eins og að
binda bagga og setja á hest (heybandslest)
farið í skóg og sett skógarbagga á hest
(skógarferð), hitað ketilkaffi í hraunholu
og margt fleira. Skemmtunin var haldin í
landi Minni-Valla, þar er afgirt landsspilda,
sem systkinin hafa lánað ungmennafélag-
inu og voru þar æfðar frjálsar íþróttir um
margra ára skeið.
Að loknum leikjum og gamni var kaffi-
drykkja í Brúarlundi.
Stjórn félagsins skipa: Anna Björg
Stefánsdóttir formaður, Kjartan Grétar
Magnússon gjaldkeri og Ólafía Sveins-
dóttir ritari.
Olafía Sveinsdóttir
Ungraennafélagið Njáll
Aðalfundur ungmennafélagsins Njáls
var haldinn í Njálsbúð 1. apríl 1996 og var
þessi stjórn kosin: Rúnar Guðjónsson for-
maður, Haraldur Júlíusson gjaldkeri og
Brynjólfur Bjarnason ritari.
Starfið var með hefðbundnu sniði,
áhugi virðist vera frekar lítill og kemur þar
meðal annars inn í mannfæð. Arið hófst
með hinu venjulega frjálsíþróttamóti við
Dagsbrún. Ekki náðist sigur að þessu sinni.
Félagið átti keppendur á flestum HSK-
mótum innanhúss síðastliðinn vetur og á
íþróttahátíð HSK í sumar. Okkar keppend-
ur stóðu sig vel að vanda.
Rangæingamótin voru haldin með sama
hætti og liðin ár og áttum við keppendur á
þeim.
Æfingar voru nokkuð stundaðar í
körfubolta á liðnum vetri, svo og
knattspyrna bæði úti og inni. Ekki var um
þátttöku í mótum að ræða en nokkrir fé-
lagar léku með öðrum liðum í þessum
greinum.
Hátíðarhöld 17. júní er fastur liður og
var hlaupið hið hefðbundna víðavangs-
hlaup ásamt öðrum leikjum.
Eins og áður hélt félagið réttardansleik
og er það í raun eini tekjuliður félagsins.
Fór dansleikurinn vel fram og var fjöl-
mennur.
Þegar litið er yfir starf félagsins á liðnu
ári má segja að það hafi verið viðunandi.
Rúnar Guðjónsson
Ungmennafélagið Trausti, Vestur-Eyjafjöllum
Aðalfundur félagsins var haldinn í
mars. Þar voru eftirtaldir kosnir í stjórn:
Auður Sigurðardóttir formaður, Ingibjörg
Guðmundsdóttir gjaldkeri og Margrét
Halldórsdóttir ritari. Varamenn í stjórn:
Inga Birna Baldursdóttir, Sigrún Arna-
dóttir og Sigríður Björk Ólafsdóttir.
Starfsemi félagsins var með venju-
bundnum hætti á árinu. Af því sem telst
árvisst í starfi félagsins má nefna;
félagsvist, þrettándabrennu, hátíðahöld 17.
júní og réttarball. Allar þessar samkomur
tókust með miklum ágætum.
Við héldum innanhúsmót félagsins í
frjálsum íþróttum í vor og buðum Umf.
Eyfellingi að keppa við okkur. í samvinnu
-260-