Goðasteinn - 01.09.1997, Page 268
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
Árni var vandvirkur maður, dugði
vel sér og sínum, og fór vel með öll
föng búskapar síns. Hann var eljumað-
ur til líkama og sálar, sá jafnan það
sem jákvætt var við hlutina og fékkst
lítt um orðinn hlut. Hann naut lengstum
góðrar heilsu, lífsgleði og starfskrafta
uns halla tók undan fæti.
Þorgerður var mikil dugnaðarkona,
myndarhúsmóðir, hlý og Ijúf í skapi.
Hún var afar gestrisin og þau hjón góð
heim að sækja. Og þó annir daganna
væru að baki síðustu árin, féll Þorgerði
ekki verk úr hendi. Hún vann mikið við
hannyrðir og prjón sem og útskurð og
bókband. Allt sem hún gerði bar góðu
handbragði hennar vitni.
Árni Jónsson lést eftir skamma legu
hinn 16. september 1995 en Þorgerður
rúrnu ári seinna; 4. október 1996. Hvíla
þau í Skarðskirkjugarði á Landi.
Séra Halldóra J. Þorvarðardóttir í
Fellsmúla
/
(Jón) Astvaldur Helgason,
Hvolsvelli
Jón Ástvaldur Helgason var fæddur
að Hjalteyri við Vesturveg 13 í Vest-
mannaeyjum 7. nóvember 1925 og lést
á Landsspítalanum í Reykjavík 20.
apríl 1996. Foreldrar hans voru hjónin
Helgi Helgason og Þóra Finnsdóttir.
Ástvaldur var yngstur fjögurra syst-
kina. Hálfbróðir hans, Karl Ólafur
Granz er látinn, en systur hans Jó-
hanna og Guðrún lifa bróður sinn. Ást-
valdur ólst upp hjá foreldrum sínum til
6 ára aldurs, en þá skildu leiðir þeirra
og fór Ástvaldur þá með móður sinni
að Hólmahjáleigu í A.-Landeyjum.
Hann var einnig eitt sumar með móður
sinni í Holti undir Eyjafjöllum, en
undir Fjöllin átti hún ættir að rekja að
Stóruborg og víðar.
Þegar Ástvaldur var 9 ára giftist
móðir hans Ólafi Guðmundssyni á
Bakka í Vestmanneyjum og ólst Ást-
valdur þar upp ásamt fóstursystur sinni
Fífu, sem var jafngömul honum.
Bræður hennar, Sigurður (látinn),
Oddur og Þorvaldur voru nokkru eldri
en þau. Ástvaldur fór ungur að læra til
verka og taka til hendi í annríki Eyj-
anna, sem þá var stærsta verstöð
landsins. Uppkominn eignaðist hann
vörubíl sem hann ók meðan vetrar-
vertíð stóð yfir en á sumrum var hann
lengi sundlaugarvörður í Vestmanna-
eyjum.
Árið 1949 kvæntist Ástvaldur
Kristínu Oktavíu Ingimundardóttur frá
Siglufirði. Var brúðkaupsdagur þeirra
8. október þá um haustið. Eignuðust
þau hjónin 6 börn en Kristín átti áður
eina dóttur, Ingu Jóhönnu sem Ást-
valdur gekk í föðurstað. Börn þeirra
Ástvaldar og Kristínar eru í aldursröð
-266-