Goðasteinn - 01.09.1997, Page 276
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
konar félags- og framfaramálum. Sig-
ríður móðir hans var af hinni merku
Járngerðarstaðaætt, sem af er komið
þjóðkunnugt fólk er sett hefur svip á
samtíðina um undanfarna áratugi.
Erlendur ólst upp hjá foreldrum sín-
um í Kollabæ í stórum systkinahópi.
Var hann yngstur fjögurra bræðra, en
þeir voru: Sveinn, Tómas, Olafur og
Erlendur. Yngri voru systur hans,
einnig fjórar, þær Margrét, Ingibjörg,
Guðrún og Stefanía Jórunn. Voru þær
síðast töldu tvíburar. Af þessum syst-
kinahópi eru á lífi, að Erlendi látnum,
þau Tómas og Stefanía Jórunn.
Það var stór og mannvænlegur hóp-
ur sem þarna var að alast upp á fyrstu
ártugum aldarinnar og víðar á næstu
bæjum var svipaða sögu að segja. Það
var því líflegt og gróskumikið mannlíf
í Kollabæjarhverfinu á þessum árum
og nóg að nema og starfa og una við,
þó engin tækni og varla nokkur þæg-
indi væru þá til komin, sem nú þykja
ómissandi. Börnin í Kollabæ lærðu
fljótt að taka til hendinni og hjálpa til
við búverk og heimilsstörf. Faðir
þeirra var bundinn við margvísleg
félagsmálastörf og komu bústörfin því
í hlut bræðranna, þegar þeir höfðu
aldur til, og þegar frá leið í hlut þeirra
Sveins og Erlendar er hinir bræðurnir
fluttust að heiman og fundu sér nýjan
starfsvettvang. Systurnar hurfu einnig
að heiman er tímar liðu.
Erlendur vann búi foreldra sinna
meðan þeirra búskapur stóð. Hann fór
aðeins eina vetrarvertíð til Grindavíkur
til frændfólks síns. En nóg var að
starfa heima fyrir. Fénaður var á beit-
arhúsum inni í Fjallgarði á 2-3 stöðum
og jafnvel inni í Maríuhellum í Þrí-
hyrningi. Þetta voru miklar göngur og
erfiði, ekki síst í illviðrum og snjó-
þyngslum. Sveinn bróðir Erlendar hóf
búskap á hluta af jörðinni með fjöl-
skyldu sinni árið 1935 og er foreldrar
þeirra létu af búskap árið 1946 tók
Erlendur við jörð og búi af þeim. Arið
1948 var jörðinni skipt til helminga
milli þeirra bræðra. Frá 1950 bjó
Erlendur með aðstoð Stefaníu systur
sinnar, sem kom þá til hans með tvær
dætur sínar á fjórða og fimmta ári, þær
Sigríði Þóru og Katrínu. Olust þær upp
í skjóli Erlendar móðurbróður síns og
voru í miklu dálæti hjá honum sem og
önnur systkinabörn hans, sem oft voru
í Kollabæ til sumardvalar. Foreldrar
Erlendar dvöldu einnig í skjóli þeirra
systkina þar í Kollabæ.
Síðari búskaparár sín vann Erlendur
að hluta til hjá Skógrækt ríksins að
Tumastöðum. Þar vann hann einnig
áfram um þriggja ára skeið, eftir að
hann og Stefanía systir hans fluttu út í
Hvolsvöll árið 1978 og keyptu húsið
að Hvolsvegi 12.
Heilsu Erlendar var þá tekið að
hnigna, en hann naut jafnan góðrar
umönnunar og umhyggju systur sinnar
er aldur færðist yfir og veikindi
ágerðust. Þar kom árið 1993 að þau
fluttust á dvarlarheimili aldraðra að
Kirkjuhvoli og þar dvaldist Erlendur
þar til hann í ársbyrjun 1995 var flutt-
ur á Vífilsstaðaspítala til að njóta þar
hjúkrunar og læknismeðferðar í veik-
indum sínum. Dvölin þar varð eitt ár
og einni viku betur uns kallið kom.
-274-