Goðasteinn - 01.09.1997, Page 277
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
Með Erlendi í Kollabæ er genginn
grandvar maður og glaðsinna, hjálpfús
og ósérplæginn. Sáttur var hann við
hlutskipti sitt, að hlúa að lífi og gróðri
og rækta jörð sína eins og tími og
tækni gerði kröfur til. En eflaust hefði
honum ekki vegnað síður, þó aðstæður
hefðu beint honum á aðrar brautir.
Hann var næmur og vel að sér og
talnaglöggur sem fleiri af hans fólki.
Menntakerfi nútímans býður marga
kosti til þekkingar og þroska. En þegar
horft er og hugsað til Erlendar í Kolla-
bæ og margra jafnaldra hans, sem
mótuðu sveitarbrag og samfélag um
sína daga, þá hlýtur sú ályktun að
verða ofarlega í huga, að heimilis-
menning og hugsunarháttur, siðferðis-
kröfur og sannleiksást, hafi á ýmsan
hátt verið betur rótfest og nærð en
raun virðist einatt á vera hjá okkar
langskólagengnu kynslóð. Eannig talar
minning þeirra sem virtust kunna svo
vel að rækta lífsgleði og þakklæti,
umburðarlyndi og elsku til Guðs og
manna, sem færir frið í sálina og sátt í
samfélagið. Þeirrar gerðar var Erlend-
ur Sigurþórsson í Kollabæ.
Utför hans var gerð frá Breiðabóls-
staðarkirkju 20. janúar 1996.
Séra Sváfnir Sveinbjarnarson
á Breiðabólsstað
Guðbjörg Guðjónsdóttir, Hellu
Guðbjörg Guðjónsdóttir var fædd í
Hamragörðum undir Eyjafjöllum 6.
október 1898 og lést á Dvalarheimil-
inu Lundi á Hellu 18. janúar 1996. Var
hún þá elst allra Rangæinga. Foreldrar
hennar voru hjónin Guðjón Bárðarson
frá Kollabæ og Sigríður Erlendsdóttir
frá Hlíðarenda og því bæði Fljóts-
hlíðingar að ætt.
Guðbjörg ólst upp hjá foreldrum
sínum í Hamragörðum með þremur
eldri systkinum sínum, þeim Sigurjóni,
Erlendi og Höllu. Þar átti hún sín
bernskuspor og æskuár, og vandist
snemma öllum verkháttum sem þá
tíðkuðust. Æskustöðvarnar voru henni
jafnan kærar, enda umhverfi sérstætt
og stórbrotið og frítt í senn og bæjar-
stæði fagurt í Hamragörðum. Upp-
komin stúlka hélt hún sem fleiri til
Reykjavíkur og lærði þar karlmanna-
fatasaum. Þar ílentist hún þó ekki,
heldur kom aftur heim og árið 1932
hóf hún búskap með heitmanni sínum
Ágústi Kristjánssyni frá Auraseli.
Hófu þau búskap sinn á Ljótarstöðum í
A.-Landeyjum og gengu í hjónaband
-275-