Goðasteinn - 01.09.1997, Qupperneq 278
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
ári síðar, 9. júní 1933. Viðbrigði voru
það fyrir Guðbjörgu að flytja frá foss-
um og fjöllum og þurrlendinu í
Hamragörðum og í mýrarnar og leir-
vatnið á Ljótarstöðum, og í ljósleysið
þar, því að í Hamragörðum var komin
heimilisrafstöð og ævintýrabirta raf-
ljósanna í bæinn, sem óvíða þekktist á
þeim tíma.
A Ljótarstöðum eignuðust þau
Guðbjörg og Ágúst sitt fyrsta barn,
dótturina Sigríði. En árin á Ljótar-
stöðum urðu þeim erfið, einkum þar
sem Ágúst veiktist þá alvarlega, svo
að hann beið þess vart bætur að fullu
ævilangt.
En árið 1935 fengu þau Aurasel í
Fljótshlíð til ábúðar, þar sem foreldrar
manns hennar höfðu búið í 35 ár.
Búnaðist þeim brátt vel í Auraseli og
þar fæddust þeim þrjú börn, Eyvindur,
Kristján og Bóel, svo að börn þeirra
urðu 4 alls. Við fráfall Guðbjargar eru
barnabörn hennar 13 á lífi en 2 látin og
barnabarnabörnin 30 talsins. Guðbjörg
og Ágúst bjuggu í Auraseli í 13 ár.
Jörðin var nokkuð afskekkt eftir að
vötnin voru brúuð, yfir Þverá að sækja
sem áður upp til Fljótshlíðar, en langur
vegur og stundum torfær fram á þjóð-
veg við Affallsbrú. Samt var oft gest-
kvæmt í Auraseli og öllum sem að
garði bar, búinn besti beini svo að víð-
kunnugt var.
Árið 1948 keyptu þau Guðbjörg og
Ágúst jörðina Snotru í A.-Landeyjum
og fluttust þangað með börn sín og bú.
Var þá að hefjast hin nýja öld fram-
ræslu og ræktunar í Landeyjum, sem
gjörbreytti búskaparaðstöðu og af-
komu. Bjuggu þau í Snotru í 16 ár
með aðstoð barna sinna. Lengst af var
einnig á heimili þeirra aldrað fólk og
hjálparþurfi sem naut skjóls þeirra og
aðhlynningar. Er aldur færðist yfir létu
þau hjón af búskap árið 1964 og
keyptu sér hús á Hellu, að Hólavangi
12, og bjuggu þar í 18 ár uns þau flutt-
ust á Dvalarheimilið Lund árið 1982.
Þar lést Ágúst ári síðar eftir fullrar
hálfrar aldar farsælt hjónaband þeirra.
Byggði Guðbjörg, þá tæpra 84 ára
að aldri, lítið hús að Seltúni 6 á Hellu
og bjó þar í sex ár, en síðustu sjö ár
ævi sinnar var hún á Dvalarheimilinu
Lundi.
Guðbjörg var mjög næm og minn-
ug, kunni mikið af ljóðum og kveð-
skap og átti opinn hug og fróðleiks-
fúsan alla tíð. Hún hafði yndi af allri
ræktun og hlúði að trjágróðri og blóm-
um og hverju því sem lífgar og fegrar
tilveruna. Hún lærði ung að leika á
orgel og eignaðist á unga aldri slíkan
kjörgrip, vandað hljóðfæri, sem hún
átti til æviloka og veitt hafði henni
margar yndisstundir.
Ævidagur Guðbjargar, langur og
reynsluríkur, vitnar um máttinn sem
gefur vilja og þrek til þess að sigrast á
þeim aðstæðum og erfiðleikum sem
áður var við að glíma, en varla þekkj-
ast lengur nema af afspurn.
Utför hennar var gerð frá Breiða-
bólsstaðarkirkju 23. janúar 1996.
Séra Sváfnir Sveinbjarnarson á
Breiðabólsstað
-276-