Goðasteinn - 01.09.1997, Page 282
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
(Steinunn) Guðmunda Ólafsdóttir
frá Lækjarhvammi
Guðmunda var fædd 4. apríl árið
1904 að Kirkjulandi í Austur-Land-
eyjum. Hún var dóttir hjónanna Ingi-
bjargar Guðmundsdóttur frá Brekkum í
Hvolhreppi og Olafs Sigurðssonar frá
Torfastöðum í Fljótshlíð, en þau flutt-
ust að Kirkjulandi árið 1897. Guð-
munda var næst yngst sex systkina.
Nöfn hinna systkinanna eru: Guðrún
fædd 1895, Guðríður fædd 1896, Guð-
mundur fæddur 1899, Sigurður fæddur
1902 og Þórunn fædd 1906. Þessi syst-
kini eru nú öll látin nema Þórunn sem
er að verða níræð og dvelst á Drop-
laugarstöðum í Reykjavík (1996).
Þegar eldri systur Guðmundu voru
fluttar að heiman, hugsaði hún um
heimilið með móður sinni, sem var oft
heilsutæp. Lærði Guðmunda af henni
mörg þau vinnubrögð, sem nú eru jafn-
vel með öllu gleymd eins og t.d. það að
baka rúgbrauð við hlóðareld og svo
auðvitað allar smákökurnar, því gest-
risni var mikil á Kirkjulandi.
Hinn 12. maí 1932 giftist svo Guð-
munda, Ágústi Guðlaugssyni frá
Norðurhjáleigu í Austur-Landeyjum og
tóku þau við búinu þar árið 1934. Þau
Guðmunda og Ágúst eignuðust þrjú
börn. Þau eru: Ingibjörg fædd 1933,
gift Þorsteini Guðlaugssyni frá Vík í
Mýrdal. Næstur er Ingvi Guðlaugur
byggingameistari fæddur 1934, kvænt-
ur Hjördísi Marmundsdóttur frá Svana-
vatni og Gréta Ólafía fædd 1936, gift
Einari Jónssyni frá Núpi (Vestur-Eyja-
fjöllum). Barnabörnin hennar Guð-
J mundu eru sjö.
Á heimilinu í Norðurhjáleigu dvöld-
ust tengdaforeldrar Guðmundu til
dauðadags og um margra ára skeið var
þar vinnukona Guðfinna Jósepsdóttir
og sonur hennar Óskar Haraldsson,
sem ólst þar upp. Guðfinna er látin
fyrir mörgum árum, en Óskar sonur
hennar býr með fjölskyldu sinni á
Hellu. Einnig dvaldist langdvölum í
Norðurhjáleigu Guðmundur Kr. Guð-
mundsson, sem kom þangað fyrst 6 ára
gamall og átti þá að vera þar aðeins í
hálfan mánuð, en vildi hvergi annars
staðar vera. Hann er nú skipstjóri á
Höfn í Hornafirði.
Árið 1953 breyttu þau Ágúst og
Guðmunda bæjarnafninu Norðurhjá-
leiga og nefndu bæinn æ síðan Lækjar-
hvamm. Bjuggu þau svo þar til ársins
1967, er þau fluttust til Reykjavíkur að
Kambsvegi 19 og stóð heimili þeirra
þar æ síðan. Ágúst lést þann 26. ágúst
1991.
Guðmunda Ólafsdóttir var mikil
húsmóðir og mannkostakona, svo sem
samferðafólki hennar ber saman um.
Hún var sterkur og eftirminnilegur per-
-280-