Goðasteinn - 01.09.1997, Page 284
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
Bæði Þórunn húsfreyja og Guðrún
Einarsdóttir sem bjó þar á heimilinu
hjálpuðu börnunum við heimanámið.
Þegar árin liðu fór flest unga fólkið
í Hellatúni að heiman. Þau systkinin
Guðni og Valgerður urðu þó eftir og
héldu hinum gróna sið sveitarinnar
sem víða tíðkaðist að halda rausnarlegt
systkinaheimili, fyrst með foreldrum
sínum en svo tvö saman. A hinum
helmingi Hellatúns bjó Olafur fóstur-
bróðir þeirra sem líka var kyrr heima
og giftist Þórdísi Kristjánsdóttur. Þau
eignuðust tvær dætur. Guðni og Val-
gerður tóku átt í uppeldi margra barna,
skyldra og óskyldra. Þau kenndu þeim
bústörf, bæði innan stokks og utan, og
voru rómaðir og elskaðir uppalendur
þeirra og vinir..
Guðni varð fyrir miklu áfalli um
fermingaraldur er hann skaddaðist á
mjöðm og gekk jafnan haltur síðan.
Hann gekk þó vasklega fram í dag-
legum störfum, vann átakaverk svo
sem við stíflugerðina í Djúpósi og við
forystu í smalamennsku á Holta-
mannaafrétti.
Guðni tók þátt í félagsstörfum Ása-
hrepps, var í ungmennafélaginu og tók
þar þátt í söng og ferðalögum. En það
var þó sérstaklega með störfum sínum
heima sem hann lagði menningu
hreppsins lið. Hann var góður ná-
granni, vinsæll og virtur.
Guðni lést að Lundi hinn 28. októ-
ber 1996. Hann var jarðsunginn frá
Selfosskirkju 2. nóvember og lagður
til hvíldar í grafreitnum í Ási.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir í
Þykkvabœ
Guðni Kristófersson frá Stóra-Dal
Guðni fæddist 4. nóvember 1903
foreldrum sínum, hjónunum Kristófer
Þorleifssyni frá Króktúni og Auð-
björgu Ingvarsdóttur frá Neðra-Dal, en
þau byrjuðu sinn búskap í Stóra-Dal
1891. Guðni var fjórða yngsta barn
þeirra í 12 systkina hópi, sem svo oft
voru nefnd saman, systkinin í Stóra-
Dal, svo samhent voru þau alltaf. Nú
eru aðeins tvö þeirra eftirlifandi, Ög-
mundur og Ingibjörg .
Sérgáfa Guðna voru hæfileikarnir
til að smíða og gera við. Frá unga aldri
lék allt í höndum hans, og um leið og
hann hafði getu og þroska til fór hann
að heiman til að vinna heimilinu í
Stóra-Dal aðföng og aðdrætti, fyrst
fyrir fermingu í stutta kaupavinnu á
næstu bæjum. Á fermingarári fór hann
sína fyrstu ferð á vertíð til Vestmanna-
eyja og kom glaður og stoltur heim
með sín fyrstu laun, sem hann lagði öll
til heimilisins.
Við tóku ár vinnu hans og upp-
skeru, á vertíð á veturna en á sumrin
-282-