Goðasteinn - 01.09.1997, Page 288
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
annars að bústörfunum heima fyrir.
Við búinu tók hann árið 1964, og bjó
óslitið til ársins 1985 er hann fluttist
frá Strönd að Dvalarheimilinu Lundi á
Hellu þar sem hann síðan átti heima.
Þar undi hann sér með ágætum, eign-
aðist kunningja og vini innan heimilis
sem utan og setti svip sinn á þorpið á
gönguferðum sínum.
Halldór var sérstæður maður unr
marga hluti, hlédrægur mjög en dag-
farsprúður og góðviljaður. Hann var
mikill dýravinur og hafði löngum yndi
af bústörfunum og fylgdist glöggt með
gangi og framvindu lífs og náttúru.
Bókhneigður var hann og ljóðelskur,
og kunni margt kvæða utanbókar. í
þeim fann hann án efa samhljóm sinn
við lífið og leyndardóma þess, réði í
merkingu þess og fyrirheit.
Þótt desember sé dimmur
þá dýrðleg á hann jól.
Með honum endar árið
og aftur hækkar sól.
Þessar hendingar Jóhannesar úr
Kötlum rifjaði Halldór upp og hafði
yfir fáum dögum fyrir andlát sitt er
frænka hans kom í jólaheimsókn til
hans að Lundi. Framundan blasti við
honum hin hækkandi sól, ljós vonar-
innar er styrkir og eflir traust vort og
trú á lífinu og dásemdum þess. Út úr
myrkrinu inn í birtu þessa ljóss horfði
Halldór augum falslausrar og einlægr-
ar vonar, sem nú hefur ræst honum í
skini ljóssins sem aldrei slokknar, og
leiðir oss fram á braut eilífðarinnar.
Halldór Elíasson lést eftir skamma
legu á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel-
fossi hinn 30. desember 1996, 83ja ára
að aldri. Bálför hans var gerð í Foss-
vogskapellu 10. janúar 1997 og var
jarðneskum leifum hans búið hinsta
leg í Fossvogskirkjugarði.
Séra Sigurður Jónsson í Odda
/
Hallgrímur Pálsson, Asvelli
Hallgrímur Pálsson var fæddur á
Kirkjulæk í Fljótshlíð 10. apríl 1913
og lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6.
mars 1996. Foreldrar hans voru hjónin
Ingibjörg Þórðardóttir frá Lambalæk
og Páll Jónsson á Kirkjulæk. Þau hófu
búskap á föðurleifð Páls að Kirkjulæk
árið 1910. Eignuðust þau 3 börn, Jón,
f. 1912 - d. 1951, Hallgrím og Ingi-
björgu f. 1915.
Fyrstu æviárin ólst Hallgrímur upp
hjá foreldrum sínum á Kirkjulæk en
aðeins 5 ára að aldri missti hann föður
sinn, sem fórst í sjóslysi við Land-
eyjasand 5. febrúar 1919. Móðir hans
brá búi árið eftir og fór Hallgrímur þá í
fóstur að Þorleifsstöðum til Sæmundar
-286-