Goðasteinn - 01.09.1997, Page 290
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
upp hjá Hallgrími og fleiri börn og
unglingar voru hjá honum. Myndaðist
með þeim og Hallgrími trúnaður og
vinátta sem entist gegnum árin.
Búskaparsaga Hallgríms skiptist
næsta jafnt á sveitahlutana þrjá,
Innhlíð, Miðhlíð og Úthlíð. Hann tók
þátt í félagslífi sveitarinnar í ung-
mennafélaginu, fjárræktarfélaginu og
var lengi fulltrúi á fundum Slátur-
félags Suðurlands. Hann hafði með
höndum eftirlil með fóðurbirgðum og
ásetningi áratugum saman. Hann lét
sér líka annt um kirkjuna sína og sýndi
það í verki. Fáir hafa verið jafn gjör-
kunnugir högum og háttum og
aðstæðum allra í sveitinni og átt svo
almennu trausti og vinsældum að
fagna sem hann. Enda var hann heil-
steypur og vandaður til orðs og æðis.
Eftir að Hallgrímur fór á Dvalar-
heimilið Kirkjuhvol átti hann tíðar
ferðir á bíl sínum inn í Hlíð að heim-
sækja vini sína - og inn á afrétt, þar
sem löngum var hans óskaland og
yndisreitur á jörðu.
Haustið 1995 tók Hallgrímur að
kenna þess meins er á næsta skömm-
um tíma varð honum að aldurtila.
Sýndi hann í þeirri baráttu stillingu og
hugarró og taldi ekki þörf að fjölyrða
um, fremur en annað sem ekki er í
sjálfsvald sett.
Útför hans var gerð frá Breiðabóls-
staðarkirkju 16. mars 1996.
Séra Sváfnir Sveinbjarnarson á
Breiðabólsstað
Haraldur Magnússon á Hellu
Haraldur var fæddur í Reykjavík
hinn 20. september árið 1900. For-
eldrar hans voru hjónin Magnús Geir
Guðnason steinsmiður þar í borg,
fæddur og uppalinn á Bakkavelli í
Hvolhreppi, og Guðrún Þorvarðar-
dóttir úr Reykjavík. Var Haraldur
þeirra fjórða barn, en eldri voru Þor-
varður Stefán, Erlendur Þorsteinn og
Geir. Þau Magnús Geir og Guðrún
skildu þegar Haraldur var enn á barns-
aldri, en Guðrún lést árið 1912.
Magnús Geir kvæntist öðru sinni
Eggertínu Guðmundsdóttur, og
eignuðust þau einn kjörson, Arsæl.
Eggertína lést 1918. Þriðja kona
Magnúsar Geirs var Steinunn Olafs-
dóttir, og eignuðust þau tvo syni,
Kristin og Knút Reyni, og kjördóttur-
ina Svövu. Af þessum systkinahópi
Haraldar lifa nú þau tvö síðasttöldu,
Knútur og Svava. Steinunn Ólafsdóttir
lést 1989, en Magnús Geir, faðir þeirra
systkina, lifði til hárrar elli og dó
tæpra 99 ára árið 1961.
-288-