Goðasteinn - 01.09.1997, Page 292
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
/
Hreiðar Jónsson, Arkvörn
Hreiðar Jónsson var fæddur í
Bollakoti í Fljótshlíð 19. janúar 1918
og lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel-
fossi 14. september 1996. Foreldrar
hans voru Jón Björnsson bóndi í
Bollakoti og seinni kona hans Arndís
Hreiðarsdótir. Hálfsystkini Hreiðars
voru 3: Halla og Júlíus, sem bæði eru
látin, og Helgi, sem dvelst á Kirkju-
hvoli, Hvolsvelli. Alsystkini Hreiðars
eru Ragnar og Þorbjörn, báðir einnig á
Kirkjuhvoli og Sigurlaug og Þórunn,
búsettar í Reykjavík og Hafnarfirði.
Var Hreiðar næstyngstur systkina
sinna.
Hreiðar ólst upp í foreldrahúsum í
Bollakoti fram yfir fermingu, en við
þau tímamót lauk hinu verndaða
umhverfi æskunnar fyrir flestum á
þeim árum. Var svo einnig um Hreið-
ar, en hann fór 15 ára gamall í vinnu-
mennsku að Arkvörn til hjónanna Páls
Sigurðssonar og Höllu Jónsdóttur. Má
segja að sporin hans þangað hafi ráðið
örlögum um líf hans upp frá því. I Ar-
kvörn varð hans samastaður í tilver-
unni, sem hann batt við fulla tryggð og
undi glaður við alla daga og ár sem
honum voru þar gefin og þau urðu
mörg og samfelld. Eitt ár mun hann þó
hafa verið í Múlakoti hjá Ólafi Túbals
og einnig vann hann nokkur sumur hjá
Skógrækt ríksins á Tumastöðum og
uppi í Þjórsárdal.
A yngri árum fór Hreiðar einnig til
vers í Vestmannaeyjum nokkra vetur.
En heimili þeirra Páls og Höllu í Ár-
kvörn vann hann svo til samfellt um
nær 30 ára skeið eða þar til að þau
brugðu búi árið 1962. Tók Hreiðar þá
við búskap í Árkvörn og bjó þar einn,
með aðstoð sumarfólks, oftast ungl-
inga við heyskapinn, til ársins 1979.
Það ár verða þau miklu þáttaskil í lífi
hans, að þá um vorið kom til hans
Guðrún Erna Sæmundsdóttir, þá orðin
ekkja, með unga dóttur sína með sér.
Hinn 15. ágúst þá um sumarið gengu
þau Hreiðar og Guðrún í hjónaband og
bjuggu næstu 10 árin farsælu búi og
við góðan farnað í Árkvörn.
Þótt Hreiðar væri þá tekinn að
eldast hélt hann góðri heilsu og kröft-
um og naut sín vel í þeirri stórfjöl-
skyldu sem hann hafði eignast en
stjúpbörn hans eru 8 talsins. Öll áttu
þau og þeirra makar og börn sitt rúm í
huga hans og hjarta og veittu honum
marga ánægjustund, enda var það eitt
af einkennum Hreiðars hvað börn
hændust að honum.
Hreiðar í Árkvörn var bóndi af
Guðs náð eins og hann átti ættir til. Og
í því felst m.a. að hafa næma til-
finningu fyrir líðan og þörfuni allra
lifandi vera í kringum sig. Hann var
-290-