Goðasteinn - 01.09.1997, Page 296
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
uppalin hjá honum og eru börn hennar
og manns hennar Guðmundar Jóns-
sonar fjögur, þau Guðrún, Eyrún
María og Eydís Þórunn sem eru tví-
burar og Bjarki yngstur. Arni sonur
Jóns og kona hans Guðrún Stefáns-
dóttir búa í Hlíðarendakoti og eru börn
þeirra Gerður Guðrún, Ásdís Hulda
og Jón Örn. Eru afkomendur Jón því
11 talsins við fráfall hans.
Lengst af voru einnig á heimili Jóns
og Guðrúnar börn og unglingar til
sumardvalar, sem síðan eiga þaðan
Ijúfar minningar og þakklæti í hjarta.
Það áfall henti fjölskylduna árið
1946 að húsmóðirin, Guðrún, veiktist
alvarlega og varð að dvelja á Vífils-
staðahæli í 3 ár. Hún náði þó allgóðum
bata og auðnaðist að hlú að og njóta
fjölskyldu sinnar og heimilis í nær tvo
áratugi eftir þetta. En árið 1969 veikt-
ist hún aftur og lést í nóvember þá um
haustið. Jón bjó áfram til ársloka 1980,
en þá tóku við búinu dótturdóttir hans,
Erla, og Guðmundur maður hennar.
Eftir það átti Jón sitt ævikvöld þar
og naut samvistanna við fjölskyldu
sína, ekki síst börnin, sem voru honum
gleðigjafi og hann undi sér með síð-
ustu árin, við að kenna þeim að lesa og
tefla og hlýða á ljóð og sögur. Hann
hélt allgóðri heilsu, þrátt fyrir hinn háa
aldur, fékk bót við sjóndepru sem að
sótti og gat áfram stundað lestur og
fylgst með öllu í sveit og samfélagi.
Jón á Sámsstöðum var maður
traustrar skapgerðar, staðfastur og heill
í hverjum hlut. Hann fann yndi og lífs-
fyllingu í starfi bóndans og ræktunar-
mannsins sem vinnur fyrir framtíðina
og býr í haginn fyrir eftirkomendurna.
Og fleiri hæfileikum var hann búinn
sem hann beitti í sömu átt. Hann söng
áratugum saman í Kirkjukór Fljóts-
hlíðar og var um skeið formaður kórs-
ins. Hann hafði fallega tenórrödd sem
hann beitti af listfengi. Hann var
gæddur ríkri réttlætiskennd og samúð
með þeim sem minna máttu sín og
áhugasamur um velferð lands og þjóð-
ar.
Það er ekki algengt með okkar sam-
tíð að fjórir ættliðir deili kjörum innan
veggja sama heimilis og auðgi með
því gagnkvæmt hvert annars líf með
dýrmætri reynslu og kynnum. Jón var
þakklátur fyrir þá gæfu sem í þessu
veittist og eins það að fá að ljúka sinni
löngu ferð þar sem var hans vagga,
verksvið og griðastaður ævina alla.
Hann veiktist í maímánuði 1996 og
var hálfan mánuð á Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi en síðustu vikurnar
dvaldist hann heima á Vestur-Sáms-
stöðum. Hann lést þar rúmlega 97 ára
að aldri og mun þá hafa verið elstur
Rangæinga.
Utför hans var gerð frá Breiðabóls-
staðarkirkju 6. júlí 1996.
Séra Sváfnir Sveinbjarnarson á
Breiðabólsstað
-294