Goðasteinn - 01.09.1997, Síða 299
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
Landeyjum hinn 7. janiiar árið 1947.
Foreldrar hennar eru hjónin Bóel
Kristjánsdóttir frá Voðmúlastöðum og
Olafur Guðjónsson frá Miðhjáleigu,
sem þar bjuggu þá, en eru nú búsett á
Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvols-
velli. Jóna var 6. í röð 8 barna þeirra,
sem öll lifa systur sína, en þau eru
Erlingur, Kristján, Sigmar, Þórir,
Svavar, Trausti og Asdís. Bernsku-
heimilið var í minningunni sveipað
björtum ljóma í huga Jónu, enda ríkti
að vonum táp og gleði í svo stórum
barnahópi. Voðmúlastaðahverfið var
líka mannmargt í þá daga og frændfólk
átti Jóna á flestum heimilum þar, sem
ekki dró úr samheldni fólks og sam-
gangi milli bæja. Á Voðmúlastöðum
átti hún sérstakan hauk í horni sem var
amma hennar, Sigríður Guðmunds-
dóttir, er þar bjó í hálfa öld, og til
hennar sótti hún löngum stundum sem
barn. Heima í Miðhjáleigu naut hún
einnig ástríkis Guðjóns afa síns Sig-
urðssonar sem þar átti heima og lifði
til hárrar elli. Innan þessara traust-
byggðu garða kærleiks og frændrækni
ólst Jóna upp og þáði í arf trúmennsku
og ráðdeild til allra hluta sem löngum
einkenndu hana, ásamt ríkri réttlætis-
kennd og einlægri samkennd með öllu
og öllum er höllum fæti stóðu eða
minna máttu sín á einhvern máta.
Jóna sótti skyldunám sitt í barna-
skóla sveitarinnar, en hleypti heim-
draganum 17 ára gömul og vann einn
vetur sem gangastúlka á Sjúkrahúsi
Suðurlands á Selfossi. Veturinn eftir
stundaði hún nám við Húsmæðra-
skólann á Laugarvatni, sem varð henni
gagnleg dvöl og minnisstæð, en þar
' eignaðist hún stóran hóp góðra vin-
kvenna er bundust sérstökum tryggða-
böndum sem ekki rofnuðu þótt þær
héldu hver í sína átt, og var þetta sam-
félag Jónu mikils virði. Næsta vetur
starfaði hún á Laugarvatni sem að-
stoðarstúlka við Húsmæðraskólann,
sem varð hennar mikla gæfa í lífinu,
því þá kynntist hún mannsefni sínu,
Indriða Theodóri Ólafssyni. Indriði er
sonur hjónanna Steinunnar Indriða-
dóttur frá Arnarholti í Biskupstungum
og Ólafs Markúsar Kristjánssonar frá
Eyri í Mjóafirði vestur, en hann er nú
látinn. Þau hjón bjuggu allan sinn bú-
skap í Reykjavík, og þar ólst Indriði
upp.
Jóna og Indriði settu saman bú sitt í
Reykjavík vorið 1968 og áttu þar
heima næstu 5 árin. Þau gengu í hjóna-
band syðra hinn 15. maí 1971, en flutt-
ust tveimur árum síðar að Þúfu í Vest-
ur-Landeyjum og hófu þar búskap.
Börnin sem Guð gaf eru dæturnar
þrjár; Steinunn Ósk, sem búsett er í
Keflavík, í sambúð með Sigurjóni
Helga Gíslasyni, Anna Berglind, sem
búið hefur í Þúfu frá árinu 1989 með
foreldrum sínum ásaint sambýlismanni
sínum, Guðna Þór Guðmundssyni, og
yngst er Guðný Halldóra, sem stundar
nám við Menntaskólann á Laugar-
vatni.
Búskapur Jónu og Indriða í Þúfu
hefur einkennst af miklum myndar-
brag, sem mótað hefur allt þeirra dag-
far og sett svip á verk þeirra og sam-
búð alla tíð. í samræmi við það breyttu
þau snotru smábýli í glæsilegt stórbú
enda lögðu þau nótt við dag í upp-
byggingu þess og allri umhirðu. Jóna
-297-