Goðasteinn - 01.09.1997, Page 301
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
árum síðar að Litla-Ósi í Miðfirði.
Ólst Jónatan þar upp næstu 8 árin en
árið 1919 fór fjölskyldan búferlum að
Horni í Fremri-Torfustaðahreppi.
Jónatan missti föður sinn árið 1924
en móðir hans bjó áfram með börnum
sínum til 1932. Jörðin var lítil og það
krafðist mikils erfiðis, nýtni og nægju-
semi að framfleyta fjölskyldu við þær
aðstæður og úrræði sem þá voru fyrir
hendi. Reyndi þá ekki síst á elstu
bræðurna eftir föðurmissinn, en Jón-
atan var þá aðeins 17 ára. Kjarkinn
brast hann þó ekki né framfaraviljann
og undir tvítugt lagði Jónatan á
menntabrautina. Hann lauk námi frá
Alþýðuskólanum á Hvítárbakka og
gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri eftir einn vetur þar, 1930-31.
Hann stundaði síðan kennslu í Staðar-
skólahéraði, V.-Hún. í tvo vetur og fór
síðan í Kennaraskólann í Reykjavík,
þar sem hann lauk kennarprófi vorið
1934. Hélt hann síðan áfram kennslu í
Staðarskólahéraði til 1938. Næstu árin
kenndi hann í Torfustaðahreppum báð-
um, nema veturinn 1941-42 er hann
var skólastjóri í Drangsnesi.
Árið 1945 fluttist hann til Vest-
mannaeyja og kenndi við barnaskól-
ann þar til 1949. Næstu 2 árin var
hann kennari að Jaðri við Reykjavík.
1951-52 kenndi hann við barnaskólann
undir V.-Eyjafjöllum og árið eftir var
hann skólastjóri barnaskólans undir
A.-Eyjafjöllum. Af þessari upptaln-
ingu sést að hann hafði víða farið og
aflað sér fjölbreytilegrar reynslu í
kennslustörfum.
Nýr kafli hófst í ævistarfi hans er
hann haustið 1953 gerðist skólastjóri
Fljótshlíðarskóla. Mun honum sem
fleirum hafa fallið vel við Hlíðina
fögru og bundið við hana tryggð, því
að þar undi hann sér við kennslu og
skólastjóm í 18 ár uns hann vegna ytri
aðstæðna flutti með fjölskyldu sína til
Reykjavíkur árið 1971.
Jónatan var tvíkvæntur. Var fyrri
kona hans Svanhvít Stefánsdóttir og
eignuðust þau 3 börn: Jakob, Sigrúnu
og Stefán Jóhann. Sigrún lést á níunda
ári. Sonarbörn Jónatans af fyrra hjóna-
bandi hans voru við lát hans 8 talsins
og barnabarnabörn 7. Þau Jónatan og
Svanhvít skildu um miðjan fimmta
áratuginn.
Eftir að Jónatan gerðist kennari
undir Eyjafjöllum kynntist hann seinni
konu sinni, Margréti Auðunsdóttur frá
Dalsseli. Þau gengu í hjónaband 26.
júlí 1952. Börn þeirra eru þrjú, þau
Auður Helga, Sigrún Ólöf og Benedikt
Theódór og eru þeirra börn 8 talsins.
Margréti konu sfna missti Jónatan
eftir tæplega 20 ára hjónaband, en hún
lést eftir þungbær veikindi í febrúar
1972. Vegna veikinda hennar og
sjúkrahússvistar hafði fjölskyldan flust
til Reykjavíkur í ágúst 1971.
Jónatan ávann sér traust Fljóts-
hlíðinga, eldri sem yngri, fyrir störf sín
sem hann jafnan vann af skyldurækni
og alúð. Nemendur hans bera til hans
hlýjan hug fyrir veitta leiðsögn og við-
mót allt. Hann var líka stoltur af
nemendum sínum þegar þeim vegnaði
vel í framhaldsnámi og störfum. Og
góða vitnisburði hlaut hann frá kenn-
urum framhaldsskóla fyrir vel undir-
-299-