Goðasteinn - 01.09.1997, Page 306
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
sveitastörf, og tók brátt að sækja vinnu
út af heimilinu. Margar vertíðir vann
hún í Vestmannaeyjum og stundaði
kaupavinnu á sumrin á ýmsum bæjum
í Fljótshlíð, en til Eyja fluttist hún
alfarin um 1940. Þar vann hún í fiski
framan af, en lengst af sem ganga-
stúlka á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, og
gat sér þar gott orð meðal samstarfs-
fólks og sjúklinga, sem engan undraði
er henni kynntust, því hún var vand-
virk og reglusöm að öllu leyti, trygg-
lynd og vinföst.
I kjölfar jarðeldanna á Heimaey
1973 fluttist Lilja frá Eyjum að Sel-
fossi og settist að á heimili Lovísu
systur sinnar og manns hennar, Oskars
Olafssonar, en þau hjón höfðu áður
búið á Hellishólum í Fljótshlíð. Hjá
þeim átti hún athvarf æ síðan, vann um
nokkurra ára skeið hjá Sláturfélagi
Suðurlands á Sellossi uns hún fluttist
að Ási í Hveragerði haustið 1993. Þar
staldraði hún við í fáeina mánuði en
fluttist þá að Dvalarheimilinu Kirkju-
hvoli á Hvolsvelli og átti þar heima til
dauðadags. Hún lést eftir skamma legu
í Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi
hinn 10. janúar 1996 á 89. aldursári og
var jarðsungin frá Selfosskirkju 20.
janúar.
Séra Sigurður Jónsson í Oclda
Margrét Sigríður Eyjólfsdóttir, Læk í
Holtum
Margrét Sigríður Eyjólfsdóttir var
fædd að Ölvaldsstöðum í Borgarhreppi
3. október 1903, þeim hjónum Hall-
dóru Jónsdóttur og Eyjólfi Erlendssyni,
síðar bónda á Álftastekk í Hraunhreppi.
Hún ólst upp hjá foreldrum sínum í
stórum hópi systkina til 13 ára aldurs.
Líkt og flestir reyndu í upphafi þess-
arar aldar, þótti gott að geta staðið á
eigin fótum og séð sér farborða. Ekki
skorti Margréti dugnað og skyldu-
rækni, og það varð hennar hlutskipti
eins og fjölda manna og kvenna að
vinna hörðum höndum í skóla lífsins.
Þar skilaði hún miklu og gæfuríku
dagsverki.
Á 14. ári fór hún að prestssetrinu
Staðarhrauni og vann þar fyrir sér sín
unglingsár. Viðskilnaðurinn við for-
eldra hennar og systkini mótaði hana,
og menntun og lífsskilning sinn hlaut
hún í skóla lífsins. Á þessum árum
lærði hún ýmislegt sem að góðum
notum kom síðar á lífsleiðinni, - hún
-304-