Goðasteinn - 01.09.1997, Page 308
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
Margrét var lífsins kona, - mann-
blendin í eðli sínu og skemmtileg við-
ræðu. Hún var fróð, víðlesin, minnug
og hafði unun af því að ferðast og
fræðast. Hún var og listfeng í höndun-
um, heklaði, prjónaði og saumaði á
fjölskylduna. Ræktaði blóm og hafði
yndi af því að hafa þau í kringum sig.
Hún var einstakur dýravinur og heill-
uðu hestar hana sérstaklega. Margrét
hafði framúrskarandi hjartalag og um-
hyggju hennar fyrir mönnum og dýrum
voru 1 ítil takmörk sett.
Margrét andaðist 31. mars 1996.
Hún var jarðsett í Hagakirkjugarði í
Holtum.
Sr. Halldóra Þorvarðardóttir í
Fellsmúla
/
Olafur Helgi Guðmundsson,
Hellatúni
Olafur Helgi Guðmundsson fæddist
í Reykjavík 8. ágúst 1912. Foreldrar
hans voru Guðrún Gísladóttir hús-
freyja og Guðmundur Helgason sjó-
maður. Þrjú systkini Ólafs eru látin,
Helgi, Valgerður og Ágústa, en Jónína
systir þeirra býr á Selfossi.
Þau systkin misstu móður sína
þegar Ólafur var eins árs. Hann fór þá
að Hellatúni til Þórunnar Helgadóttur
föðursystur sinnar og manns hennar,
Guðmundar Hróbjartssonar. Hann ólst
þar upp með fimm fóstursystkinum,
Margréti, Guðrúnu og Guðna, sem eru
nú látin, Valgerði, sem býr á Lundi og
Ingibjörgu sem býr í Reykjavík. Val-
gerður Helga Magnúsdóttir ólst líka
upp með þeim en þau Ólafur voru
systkinabörn. Hún býr í Reykjavík.
Áshverfið var fjölmennt og gott og
Ólafur naut mikils kærleika í uppvexti
sínum. Þegar árin liðu fékk hann
helming af jarðnæði Hellatúns og þeg-
ar Guðni og Valgerður tóku við af föð-
ur þeirra bjuggu þau á hinum helm-
ingnum. Þau bjuggu á óskiptri jörðinni
en höfðu tvö sjálfstæð bú.
Þann 14. desember 1939 gekk Ólaf-
ur í hjónaband með Þórdísi Guðrúnu
Kristjánsdóttur frá Gunnarsstöðum á
Langanesströnd. Þau eignuðust tvær
dætur, Þórunni og Jakobínu. Fjöl-
skyldur þeirra dvöldust mikið í Hella-
túni og fjölskylda Jakobínu býr þar nú.
Þórunn lést árið 1990 og árið 1975 lést
elsta dóttir Jakobínu. Missirinn var
Ólafi mikill en fjölskyldan með
tengdasonum og barnabörnum var
honum styrkur og gleði. Hjónaband
þeirra Þórdísar var afar farsælt og hún
annaðist hann af mikilli umhyggju hin
sex síðustu æviár hans er heilsan var
þorrin.
Ólafur vann margvísleg störf í Ása-
hreppi og kom eiginlega að öllu sem
-306-