Goðasteinn - 01.09.1997, Page 310
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
þau sig vorið 1938 og keyptu sama ár
austurbæinn að Rauðafelli af frænda
Ragnhildar, Stefáni Halldórssyni sem
bjó hjá þeim til dánardags 1962. Við
tóku búskaparár þeirra þar sem þau
juku bústofn sinn smátt og smátt,
ræktuðu jörðina og byggðu upp öll
útihús og endurbættu íbúðarhúsið.
Börnin þeirra fæddust hvert af öðru,
Guðrún Anna, Guðný Ingunn, Þór-
hildur, Þorsteinn og Guðni Rúnar.
Ragnhildur var mikil búkona,
vinnusöm og hafði ekki mörg orð um
hlutina, en framkvæmdi það sem gera
þurfti. A yngri árum gekk hún í öll
verk utandyra með manni sínum og sá
um mjaltir kvölds og morgna, og til
þess var tekið hversu snögg rakstrar-
kona hún var. Hún var heimakær en
Jónas hafði mikið yndi af því að fara í
heimsóknir og taka á móti gestum með
konu sinni.
Þannig liðu árin fljótt hjá. Dæturnar
fluttu að heiman og stofnuðu sín heim-
ili. Sumarbörn tengdust heimilinu,
jafnvel svo að sum dvöldu einnig vetr-
arlangt, og síðan fóru börn og stjúp-
börn dætranna að koma á sumrin og
gleðja afa og ömmu. Sérstaklega varð
Jónas Karl þeim tengdur og 1974
stofnaði Þorsteinn sitt heimili með
Margréti Árnýju Guðlaugsdóttur á
Rauðafelli IV, nýbýli úr austurbænum
að Rauðafelli, þaðan sem stutt var
fyrir börnin heim til afa og ömmu.
Árið 1984 tóku þau hjónin við búi
Jónasar og Ragnhildar, og yngsti son-
urinn Guðni Rúnar var mikið heima,
styrkur foreldra sinna og bróður í hey-
skapnum á sumrin.
Árið 1991 andaðist Jónas á Ljós-
heimum á Selfossi eftir um árs sjúkra-
hússvist og var Ragnhildur eftir sem
áður á gamla bænum sínum. í janúar
1995 fékk hún vott af heilablæðingu
og var flutt á sjúkrahús Suðurlands og
þaðan fór hún að Ljósheimum á Sel-
fossi og beið kalls Drottins á sama
stað og maður hennar nokkrum árum
áður. Það var að Ljósheimum 29.
nóvember.
Séra Halldór Gunnarsson í Holti
Sigríður Sigurðardóttir á
Káratanga
Sigríður fæddist foreldrum sínum
Sigurði Sigurðarsyni frá Stein-
móðarbæ og Helgu Einarsdóttur frá
Arngeirsstöðum í Fljótshlíð 14. febr-
úar 1945 og var yngst 5 alsystkina og
eins hálfbróður, en þau lifa öll systur
sína. Foreldrar hennar bjuggu myndar-
búi að Steinmóðarbæ, sem jafnframt
var menningarheimili þar sem gleði og
glaðværð ríkti.
Inn í þetta sérstæða íslenska menn-
-308-