Goðasteinn - 01.09.1997, Blaðsíða 312
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
Sigursteinn Guðmundsson,
Múlakoti
Sigursteinn Guðmundsson var
fæddur í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð
17. maí 1907 og lést á Sjúkrahúsi Suð-
urlands á Selfossi 12. október 1996.
Foreldrar hans voru Guðríður Björns-
dóttir frá Stöðlakoti, þá skráð vinnu-
kona í Hlíðarendakoti og Guðmundur
Guðmundsson frá Lambhaga á Rang-
árvöllum, þá vinnumaður á Breiða-
bólsstað. Sigursteinn átti 4 hálfsystkini
að föðurnum, Asgrím er lést á 2. ári,
/ /
Guðrúnu Vilhelmínu, Asmund og Olaf
Andrés, en þau voru börn Guðmundar
úr hjónabandi hans og Guðrúnar
Ásgrímsdóttur og allmörgum árum
eldri en Sigursteinn. Einn hálfbróður
átti Sigursteinn að móðurinni, Helga
Gíslason, sem var 6 árum eldri en
hann.
Fyrstu þrjú árin ólst Sigursteinn
upp með móður sinni, en árið 1910 var
hann þriggja ára tekinn í fóstur af
hjónunum Árna Einarssyni og Þórunni
Ólafsdóttur í austurbænum í Múlakoti.
Ólst hann síðan upp hjá þeim ásamt
þremur börnum Þórunnar af fyrra
hjónabandi, þeim Guðmundi, Ásgerði
og Steinunni Guðmundsbörnum og
öðrum fóstursyni yngri, Eggert Ó.
Sigurðssyni.
Snemma mun Sigursteinn hafa
þurft að taka til hendinni við hin
margvíslegu bústörf, bæði sumar og
vetur, eins og þá tíðkaðist og víst er að
honum lærðist þá óþrotleg vinnusemi
og kappsemi að hverju því verki er
hann tókst á hendur, og brást sú atorka
og áhugi honum aldrei meðan heilsa
og kraftar entust.
Sigursteinn vann heimili fóstur-
foreldra sinna fram eftir aldri, meðan
þau ráku búskap í Múlakoti, en upp-
kominn fór hann til vertíðarstarfa í
Vestmannaeyjum á vetrum eins og
háttur var ungra manna á þeim árum.
Auk heyverka á sumrin mun Sigur-
steinn snemma hafa kynnst skógrækt-
arstörfum, því að þegar Þórsmörk var
friðuð á þriðja áratugi aldarinnar, varð
Árni fósturfaðir hans skógarvörður
þar. Og árið 1935 hófst Skógrækt rík-
isins handa með trjáræktarstöð austan
við bæinn í Múlakoti, þar sem Sigur-
steinn átti ófá handtökin bæði fyrr og
síðar, en þar er nú einhver fallegasti og
fjölbreytilegasti trjálundur sem gefur
að líta á landi hér. Auk þess höfðu
fósturforeldrar hans plantað garð
framan við bæ sinn um 1908 -1910
eða rúmum áratug eftir að Guðbjörg
Þorleifsdóttir lagði drögin að sínum
fræga trjágarði í vesturbænum í Múla-
koti.
Þórunn fósturmóðir Sigursteins lést
árið 1936 og tveimur árum síðar lét
-310-