Goðasteinn - 01.09.1997, Page 313
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
Árni fósturfaðir hans af búskap. Tóku
þá fóstursynir hans við jörðinni, hvor
að hálfu, þeir Sigursteinn og Eggert og
bjuggu þar félagsbúi næstu 4 árin til
1942. En þá urðu málsefni með þeim
hætti að Guðmundur fósturbróðir
þeirra, sem búið hafði um skeið í
Ámundakoti (Smáratúni) kom aftur að
Múlakoti og hafði jarðaskipti við Egg-
ert, en Sigursteinn lét þá af búskap og
vann eftir það aðallega hjá Skógrækt-
inni en einnig við húsbyggingar og
heyskap ofl. hjá bændum. Var hann
hvarvetna eftirsóttur til starfa vegna
lagvirkni sinnar og framúrskarandi
dugnaðar og afkasta.
Árið 1930 kom til sumarstarfa í
Múlakoti ung stúlka úr Vestmanna-
eyjum, Fanný Sigurðardóttir, ættuð
undan Eyjafjöllum. Á árunum þar á
eftir lágu leiðir þeirra Sigursteins
saman, að vetrinum út til Vestmanna-
eyja, en á vorin aftur upp að Múlakoti
þar sem þau unnu við heyskapinn o.tl.
Þegar Sigursteinn hætti búskap sínum
á hluta jarðarinnar 1942, byggðu þau
sér litla íbúð á milli austur- og vestur-
bæjar i Múlakoti og bjuggu þar þann
tíma ársins sem þau ekki voru i Vest-
mannaeyjum. Þessi litla vistarvera Iét
ekki mikið yfir sér, enda var Sigur-
steinn alla tíð langt frá því að vera
kröfuharður um ytri aðbúnað fyrir
sjálfan sig. Eigingirni og ýtni fyrir
sjálfan sig var honum fjarri. Ánægju
virtist hann þvert á móti hafa mesta af
því að vinna öðrum til gagns og góðs.
Hann eignaðist börnin að vinum hvar
sem hann fór og fátt mun hafa veitt
honum nieiri gleði en þeirra vinátta og
félagsskapur, ásamt með því að sjá
litlu trjáplönturnar og annan gróður,
sem í hans umsjá var, vaxa og dafna
og verða bæjar- og sveitarprýði. I slíku
umhverfi undi hann sér vel og hafði
yndi af því að sýna gesturn og ferða-
fólki árangur ræktunarstarfsins.
Leiðir þeirra Sigursteins og Fanný-
ar skildu þegar hún flutti frá Múlakoti
árið 1954. En Sigursteinn hélt fyrri
hætti að fara til vers á vetrurn og all-
mörg síðari árin fór hann þá út í Þor-
lákshöfn og vann þar sem netamaður
að uppsetningu og viðhaldi veiðar-
færa. Heima fyrir fengu sveitungarnir
enn sem áður að njóta handaverka
hans og þó einkum Skógræktin, og
mörg síðari árin bjó Sigursteinn í
litlum skúr inni í skógarreitnum í
Múlakoti þar sem nefnt var Hnotukot.
Hann hafði líka áratugum saman for-
ystu í því að planta út á vorin í hrepps-
skóginum í Tungulandi og undirbjó og
stjórnaði vinnu ungmennafélaga sem
unnu að því verki. Sigursteinn hélt
heilsu og brást ekki hugur og kapp til
starfa fram undir áttrætt en eftir það
gerðist hann vistmaður á dvalarheimil-
inu Kirkjuhvoli og naut þar góðrar
umhyggju og hjúkrunar síðustu ævi-
árin. Síðustu mánuðina sem hann lifði
dvaldist hann lengst af á sjúkrahúsinu
á Selfossi þar til yfir lauk. Útför hans
vargerð 19. október 1996.
Séra Sváfnir Sveinbjarnarson á
Breiðabólstað
-311-