Goðasteinn - 01.09.1997, Page 314
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
Sólveig Magnúsdóttir frá
Árnagerði
Hulda Sólveig Magnúsdóttir var
fædd á Efri-Þverá í Fljótshlíð 6. sept-
ember 1926 og lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 6. maí 1996. Foreldrar
hennar voru hjónin Jónína Sigríður
Jensdóttir frá Arnagerði og Magnús
Steinsson frá Bjargarkoti, er bjuggu
sín fyrstu búskaparár á Efri-Þverá en
tóku síðan við búi í Arnagerði af for-
eldrum Sigríðar árið 1927. Var Sól-
veig, eða Stella eins og hún var jafnan
kölluð, næstelst barna þeirra, fjögurra
systra og tveggja bræðra. Elst í syst-
kinahópnum var Sigrún sem lést undir
árslok 1995, en yngst systkinanna var
Jenný sem lést árið 1987. Hin eru
Steinar bóndi í Arnagerði, Eiður bóndi
í Ormskoti og Guðrún húsnióðir í
Reykjavík.
Sólveig ólst upp í faðmi fjölskyld-
unnar sín bernsku- og unglingsár í
stórfjölskyldu sem nú kallast, því að
móðurafi og amma systkinanna voru
einnig á heimilinu meðan ævidagar
entust. Þar voru einnig uppkomin
móðursystkini í heimili og frændsyst-
kini ung í sumardvöl svo árum skipti.
Það var því oft mannmargt í litla
burstabænum í Arnagerði á þeim árum
og margfaldlega sannreynt máltækið
sem kennir að þar sem er hjartarúm
þar er einnig húsrúm. Þetta staðfestu
og allar móttökur og velgerðir sem
veittar voru gestum og gangandi sem
að garði bar og þeir voru margir.
Ekki síst voru það börnin á ná-
grannabæjunum sem löðuðust að fjöl-
skyldunni í Árnagerði sökum glað-
værs viðmóts og gestrisni húsbænda
og það ekki síður vegna vináttu og
leikgleði jafnaldranna. Varla leið sá
dagur að ekki væri safnast saman þar
um tún og stéttar og hendingarnar hans
Þorsteins Erlingssonar hljóma kunnug-
lega: „Fyrr var oft í koti kátt“ og „út
um stéttar urðu þar, einatt skrítnar
sögur“ o.s.frv. í þeim glaða æskuhópi
var Stella í Árnagerði tápmikil og um-
hyggjusöm um leið, nærgætin við þá
sem minnstir voru í hópnum, lagin að
breyta tárum í bros á ný.
En lífið var ekki aðeins leikur, það
var einnig lærdómur og vinna. Það var
klukkustundar gangur í skólann og
gnægð verkefna er sinna þurfti einnig
heima fyrir, bæði innan bæjar og utan.
Og alvara lífsins knúði dyra þegar
Stella missti föður sinn er hún var á
17. ári. Eldri systkinin studdu þá móð-
ur sína til þess að halda áfram búskap
og sjá fjölskyldunni farborða. Fór
Stella þá í vist til læknishjónanna á
Stórólfshvoli og var þar tvo vetur.
Eftir það trúlofaðist hún ungum
manni, Oskari Gissurarsyni og eign-
-312-