Goðasteinn - 01.09.1997, Page 316
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
stöðum og Finnboga Kristóferssonar
frá Vindási. Ftún átti þrjár eldri systur,
en þær voru Lilja Guðríður f. 1900 og
Jóna Guðrún f. 1904 en þær voru börn
Margrétar og fyrri eiginmanns hennar
Finnboga Finnbogasonar en með seinni
eiginmanni sínum átti hún dæturnar
Ragnheiði f. 1914 og Svanlaugu. Eru
nú allar systurnar látnar.
I vari foreldra sinna og við hlið eldri
systra sleit Svanlaug barnsskónum á
Galtalæk. Fjölskyldan var hin rótgróna
stórfjölskylda bændasamfélagsins, þar
sem allir lögðust á eitt, ungir sem aldn-
ir, við störf, menntun og afþreyingu.
Æskan leið við áhyggjuleysi og líf og
starf heimilisins. Svanlaug var bestu
kostum búin til náms og býsna langt
hefði hún komist á námsbraut, hefði
auðna ætlað henni slíkt, en veikindi
bundu enda á þá ætlun. A ungl-
ingsárum hennar var það undantekning
ef stúlkur lögðu stund á langskólanám,
en þó las hún undir stúdentspróf hjá
þeim feðgum sr. Ofeigi og sr. Ragnari í
Fellsmúla. Hún var músíkölsk, lærði að
leika á orgel og gerði það feiknar vel.
Hún var mikil tungumálamanneskja og
allt nám yfirleitt var henni leikur einn.
Heimilið á Galtalæk var ákaflega
gestkvæmt á þessum árum og ekki óal-
gengt að ótalinn fjöldi innlendra sem
erlendra matargesta nytu gestrisni og
alúðar heimilisins, og var öllum veitt
vel. Svanlaug sinnti með fjölskyldu
sinni þessum ferðalöngum og þá kom
tungumálakunnátta hennar sér vel. Hún
talaði við flesta á móðurmáli þeirra og
þýsku kunni hún reiprennandi.
Arið 1945 létu foreldrar hennar af
búskap og ári seinna fluttu þau til
Reykjavíkur og varð Víðimelur 21
heimili þeirra og systranna þriggja;
Jónu, Ragnheiðar og Svanlaugar eftir
það.
Svanlaug var vel gefin kona. Hún
var hógvær í framkomu, ljúf og hlý.
Hún var jafnan kát og skemmtileg í
góðra en fárra vina hópi. Flestum leið
vel í návist hennar enda sjálf kurteis og
tillitssöm og allir sem til hennar þekktu
báru til hennar hlýjan hug. Hún var
þeirrar gerðar að lifa í hógværð án
kröfugerðar á hendur einum eða
öðrum. Hún tók því sem að höndum
bar og bað Guð sinn að leysa úr því
sem hún taldi sig ekki ráða við með
öðrum hætti. Hún unni öllu sem fallegt
var, hafði yndi af fagurri tónlist og
söng, og naut þess að syngja með kórn-
um við Skarðskirkju í mörg ár. Yfir
bernskustöðvunum hvíldi alltaf sérstak-
ur dýrðarljómi í hennar huga, og um
sveitina sína talaði hún jafnan af til-
finningu og innlifun.
Eftir að foreldrar hennar og systur
voru látin bjó hún áfram ein í fbúðinni
og naut bæði aðstoðar ættingja sem og
heimilishjálpar, þar til fyrir 10 árum að
hún fluttist að Arnarholti þar sem henni
leið vel og naut umhyggju góðs starfs-
fólks.
Svanlaug giftist aldrei né eignaðist
börn. Hún andaðist í upphafi aðventu,
1. desember 1996 og er jarðsett í
Skarðskirkjugarði á Landi.
Séra Halldóra J. Þorvarðardóttir í
Fellsmúla
-314-