Goðasteinn - 01.09.1997, Page 317
ANNÁLAR
Goðasteinn 1997
Dánir
Þórhildur Margrét Valtýsdóttir
frá Seli
Hún var fædd að Seli í Austur-
Landeyjum hinn 29. september árið
1901. Foreldrar hennar voru Valtýr
Brandsson bóndi í Seli og kona hans
Guðbjörg Guðmundsdóttir. Bæði voru
þau Austur-Landeyingar. Þau eignuð-
ust sjö börn, en misstu eina dóttur á 1.
ári, er hét Þuríður. Magnús var elstur
og bjó í Vestmannaeyjum. Geirmundur
bjó í Seli. Karel bjó í Seli. Þórhildur
bjó einnig í Seli, en síðast í Reykjavík.
Þuríður, sú systirin er síðar bar þetta
nafn á eftir þeirri, er fyrst var nefnd,
fór snemma frá Seli og bjó síðast í
Reykjavík. Og Helga bjó í Reykjavrk.
Öll eru nú þessi góðu systkini látin.
Þórhildur ólst upp í Seli og var ekki
nema tvo vetur í burtu áður en hún
fluttist þaðan. Það var svo 1913 sem
faðir hennar lést og 1951 andaðist
móðir hennar. Eftir það bjó Þórhildur
þar með bræðrunum Geirmundi og
Karel.
1972 fluttust þau svo þrjú til
Reykjavíkur og tók þá uppeldissonur-
inn Sverrir við búskapnum í Seli og býr
þar nú með fjölskyldu sinni. Eftir að
Þórhildur var flutt til Reykjavíkur átti
hún lögheimili þar allt til dauðadags
eða nánar tiltekið að Ljósheimum 11.
En þegar hún bjó í Seli eignaðist hún
son: Valtý Sigurðsson. Sigurður var frá
Voðmúlastaðaausturhjáleigu, sem nú
heitir Búland. Hann bjó síðar í Odda-
koti, næst í Arnessýslu: nánar tiltekið í
Arnarstaðakoti í Hraungerðishreppi og
svo í Reykjavík, þar sem hann var fá-
ein ár borgarstarfsmaður og í höfuð-
borginni lést hann 1975.
1 Seli voru mörg sumarböm hjá Þór-
hildi og héldu alltaf tryggð við hana,
enda fann þetta unga fólk fljótt hvernig
Þórhildur þjónaði því af alúð og trú-
mennsku og hafði hún yndi af að hafa
börn í kring um sig. Þórhildur fór oft á
önnur heimili, þar sem voru veikindi
og einnig fór hún til sængurkvenna.
Erindið var ætíð hið sama: Að veita
aðstoð og hjálpa. Þannig var hún síveit-
andi og þótti félagskapur hennar
skemmtilegur.
Upp úr miðjum aldri hafði hún sjálf
skerta heilsu og var það m.a. slæm
taugagigt, sem háði henni og því var
sérstaklega til þess tekið, hve vel hún
annaðist móður sína, þegar hún var
orðin slíks þurfandi.
Valtýr sonur Þórhildar vann mikið
við virkjanir, en síðan mest í Reykjavík
hjá Stálsmiðjunni og svo ýmsa al-
menna vinnu. Hann var löngum mjög
hjálplegur móður sinni og bjó svo með
henni og annaðist hana meira og minna
síðustu árin. Gerði hann það af mikilli
alúð, kærleika og skilningi.
-315-