Skírnir - 01.01.1866, Qupperneq 139
Dnninörk.
FRJETTIR.
139
hafa þurft a8 kosta meiru til, þó þeir hefbi viljaS vinna allar
höfuBhorgir NorSurlanda. Sumir sögSu, a5 Rússar hefSi viljaS
sýna grönnum sínum fyrir norSan hvaS þeir ætti undir sjer, og
hvern hauk NorSurlönd gæti átt í horni J>ar sem Rússland er, ef
t>au vildi snúa J>angaS trausti sínu. Furstinn kom frá Stokkhólmi
og hafSi haft góSar viStökur af Karli konungi og hirS hans, en
hægt var aS skilja af blöSum Svía um þær mundir, a8 J>eim Jpóttti
lítiS fagnaSar efni í heimsókn „Moskóvítans“, enda hafSi hæjar-
lýSurinn í Stokkhólmi haft lítiS um dýrSir og dálæti viS gesti sína.
Vita mátti aS furstinn yrSi fegins gestur viS hirS konungs vors,
sökum venzlanna vi8 Rússakeisara, þó þau bönd yröi aS bresta
vifc þann athurg, er frá var sagt í fyrra. Var hann þar í hezta
yfirlæti viku tíma, e0a öSru hverju í hirSveizlum og öSrum fögn-
uSi, en Hafnarbúar gáfu sjer fátt aS Rússanum, utan hrennivíns
og vistasalar, sem bá8u hann taka óspart til landsgæÖanna, en
halda ekki í skildinginn. — {>aö orÖ leikur á, aÖ tengdir sje
ráÖnar á ný, eÖa ráÖahagur meö þeim Alexander, keisaraefninu
nýja, og Dagmöru konungsdóttur. Líkurnar til þess eru þær, aÖ
hún bíöur um fermingar, en keisarar og keisara efni Rússa mega
ekki festa sjer aðrar konur en þær, er ásamt tigninni vilja taka
gríska trú, ef þær hafa hana eigi áöur.
í hyrjun septembermán. lögÖu konungur og drottning ásamt
krónprinzinum, Dagmöru og hinum yngri systkinum (Valdemar og
þyri) á ferÖ um ríkið. þau fóru fyrst til Fjóns, en þar var þá
gripasýning í Óðinsvje og nýlögð járnbraut yfir eyna frá Nýborg
til MeÖalfarar. Konungur vígÖi brautina 7. sept., og var kennd
við Louisu drottningu, en feröaöist síÖan á Jótlandi og hafÖi
alstaÖar miklar fagnaÖarviÖtökur, sem nærri má geta. þa8 mun
nú reyndar svo víÖar enn í Danmörku, aö smábæjamönnum eÖur
íbúum borga, er fjær liggja konungssetri, verÖur meira um viÖ
konungskomu eÖa umferÖ konungs en höfuÖborgabúum, enda er
þaÖ eins fyrir Kristjáni konungi, sem formanni hans, aÖ honum
er hvergi glaÖar tekiÖ en á þessum ferÖum. — Auk höfuÖbrautar-
innar frá Krosseyri til Helsingjaeyrar, er nú haft í ráÖi aÖ leggja
járnbraut eptir austurjaÖri Sjálands frá Kaupmannahöfn og suöur
yfir brýr á Úifsundi, Farey og Bókey, yfir Falstur, og þaÖan yfir