Skírnir - 01.01.1866, Blaðsíða 141
Daninörk.
FRJETTIR.
141
löndum, ber aS leggja ríflegar til sveitagagns og landsþarfa en
kaupmenn þeirra og annara hafa gert til þessa.
í engu landi á Norðurlöndum finnast fleiri eSa eldri fornalda-
leifar en í Danmörk, enda eru livergi merkilegri söfn þeirra, eSa
J>eim betur fyrir komiS en í Kaupmannahöfn. J>aS er almælt,
aS hiS „norræna fornmenjasafn“ taki öllum söfnum fram af þcirri
tegund bæSi aS fjölhæfi og niSurröSun. Thomsen, konferenzráð,
hefir átt mestan J>átt a5 verki, sem samsetningu fleiri safna.
Ávallt er aS finnast meira og meira í jörSunni, í haugum, akur-
lendum eSur í mýrum og tjörnum. Af merkilegustu fundum um-
li8i» ár getum vjer fundanna í Vimose (Vjemýri eSa Vjedíki).
J>ar fundust heilar dyngjur af forngripum, vopnum, hnífum, brýn-
um, aktýja- og reiStýja-leiíum og ýmsu er til búnaSar heyrir.
FornmenjafræBingar segja aS þessar leifar — flest málmkennt af
járni — sje frá þriðju öld eptir Krist. Nálega öll sveröin og spjótin
voru beygS eSa brotin, en mörg af slíSrabrotunum bera vott um
mikinn hagleik og vandaSa umbúS. Einn sverbbrandurinn var meS
málum eSa kroti (damasceret), og tveim völum. Á einum bein-
kambi eiga aS sjást glöggar rúnir (norrænar). Mest fannst af
spjótum (150), en sum j>eirra hafa veriS forkunnarlega búin,
einstöku meS guil- eða silfurmálum. {>ar fannst ermi af hringa-
brynju me8 smágjöröum hringum, hnituSum e8a heilmótuSum, og
hringabelti me8 breiSri krókplötu e8a knappi af kopar. J>á er
enn getiÖ fatla með sylgjum, knöppum og öSrum umbúSum. — {>ar
sem svo mikiS finnst jafnan, er eigi fur<5a, þó margir dragist að
fornmenjafræðinni, enda eru margir komnir eptir Thomsen, er
mikla stund leggja á {>au vísindi. Nefna má j>á Worsaae (for-
stöðumann allra fornmenja- og þjóSmenjasafna), Steenstrup, er
einkum á við steinöldina og frumbyggðar leifar Norðurlanda, Herbst,
Strunck, Engelhardt og fl. Síðan Worsaae varð varaforseti í
„fornfræðafjelaginu11 eður lögum J>ess var breytt, hafa fundirnir
(þeir eru haldnir í hverjum mánuði frá nóvember til apríl) að
jafnaði átt við fornmenjar, og helzt þær frá steinöldinni og kopar-
öldinni. Slíkar menjar eru að svo stöddu líkar slóðum á eyði-
mörku, er enginn veit hvert liggja eða hverir'farið hafa, og
flestum mun verða myrkt fyrir augum, er þeir fara að „rýna í“