Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 4

Skírnir - 01.04.1912, Blaðsíða 4
100 Skáldspekingurinn Jean Marie Gnyan. hafsins. Hann settist því um stund að við Spánar- haf í nánd við Biarritz suður undir Pyreneafjöllum. En þar eru yeður tíð og sjaldan logn á sjóinn. Og þar fann Guyau loks þá ímynd tilverunnar, er honum þótti sanni næst. Hann vildi hvorki aðhyllast hina grunnsæju, létt- úðugu bjartsýni, er telur alt gott og blessað og sér hvergi skugga né misfellur, né heldur hina stæku bölsýni, sem telur alt svo ilt og meinutn blandið, að lífinu sé naumast lifandi. Hann lítur nú loksins hugrórri og karlmannlegri augum á tilveruna og segir: »Ef til vill er ekkert, sem lætur auga manns og huga í té jafn fullkomna og jafn ömurlega mynd af heiminum eins og haflð. Fyrst og fremst er það ímynd hins tryltasta og stjórnlausasta afls; þar er þvilík eyðsla, þvílik sóun afls og orku, að þess eru ekki nokkur dæmi. Haflð lifir, hrær^ ist og ýfist tilgangslaust að eilífu. Stundum dettur manni halzt í hug, að það sé lífij gætt, að það bærist og andvarpi eins og eitthvert feikna-brjóst, sem hefst og sígur í ákafa. En það er grátlegt til þess að vita, að öllu þessu titrandi lífl skuli sóað til einkis. Þetta hjarta jarðarinnar berst af örvænt- ing; úr öllum þessum öldugangi og öllum ærslum þess verður að eins ofurlítið hjómj sem berst burt með veðrinu. Eg man að eg sat dag einn á sandinum og horfði á bylgjuflauminn, sem kom æðandi á móti mér. Það var eins og öldurnar veltust í sífellu upp úr hafdýpinu, hvít- fyssandi og öskrandi. Uppi yflr bylgjunni, sem dó við fætur mér, eygði eg ávalt aðra, og aðra að baki henni, og svo koll af kolli, og að lokum fanst mér eins og allur sjóndeildarhringurinn risi og ylti á móti mér. Þetta var eins og eitthvert feikna safnker ómælanlegra, óþrjótandi afla. Enn hvað eg fann vel til vanmáttar mannsins til þess að sporna við afli þessa lifandi hafs á framsókn þess! Flóðgarður gat brotið eina af bylgjum þess, hundruð eða jafnvel þúsundir. En hver skyldi að síðustu halda velli annar en þetta volduga, óþreytandi haf? Og mér fanst eg sjá í flóðbylgjunni ímynd allrar náttúrunnar, þegar hún fer að ráðast á mannkynið, þótt það nú sé að reyna að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.